Hinn eini sanni krókódílamaður, Steve Irwin, lést í gær við tökur neðansjávar. Það var stingskata sem varð krókódílamanninum að aldurtila. Þegar við höfðum aðgang að Discovery horfðum við oft á þættina hans. Steve var þekktur fyrir að leggja sjálfan sig í hættu í umgengni við dýr og því verður að segjast eins og er að eftir að hafa horft á þættina hans þá vorum við ekki hissa á þessum endalokum. Það er stundum talað um gjald karlmennskunnar. Karlmennskuímyndin byggir meðal annars á dirfsku og djörfung - en því miður ekki alltaf með happy ending.
Annars konar karlmennsku mátti sjá á sunnudagskvöldið í Kastljósinu. Þar fór Davíð Oddson á kostum og tjáði sig um hin ýmsu mál. Mér finnst afskaplega gaman hvað Davíð er hreinskiptin upp á síðkastið - þó það sé auðvitað engan vegin viðunandi fyrir seðlabankastjóra. En hey - það er hvort sem er ekki viðeigandi að forsætisráðherra hoppi í sæti seðlabankastjóra til að kljást við afleiðingar af eigin gjörðum. Margt af því sem Dabbi sagði hefði ég nú samt alveg viljað að hefði komið í ljós mun fyrr - þegar hann var á atkvæðaveiðum. Þá hefði verið mjög heiðarlegt af honum að tala opinskátt um eigin karlrembu!
mánudagur, september 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli