miðvikudagur, september 27, 2006
Ég verð að læra dönsku!!!!
Hvað gerir kona þegar hún kemst að því kl. rúmlega 6 að hópurinn sem hún ætlar að halda kynningu um Femínistafélagið á ensku fyrir er ekki sérlega sleipur í enskunni? Jú, hún hringir í karlmann til að bjarga sér!!!! Gísli talar ljómandi góða dönsku svo þetta reddaðist nú allt. Reyndar var móttakan í gær bara ansi skemmtileg. 15 Danir sem vinna að því að samþætta jafnréttissjónarmið á sínum vinnustað mættu galvösk á Hallveigarstaði. Þar var Þorbjörg Inga með kynningu á Hallveigarstöðum og KRFÍ, Gísli með kynningu á FÍ og Hrönn kynnti verkefnið Stöðvum barnaklám á netinu. Forsprakki Danana hélt síðan stutta kynningu á þeim og ástæðunni fyrir því að koma til Íslands. Rauðvín og ostar rann ljúflega ofan í gesti á meðan og á eftir voru fjörlegar umræður. Þess á milli barst röddin hans Ómars inn um gluggann því útifundurinn var á sama tíma. Ég vona að ég hafi náð að halda andlitinu þegar ein konan sagði við mig að það væri synd að þetta tvennt væri á sama tíma! Já, reyndar en það er líka gaman að hitta ykkur.... :) Sem það reyndar var. Þau voru líka ánægð með kvöldið. Voru ánægð með að hafa afslappað og óformlegt andrúmsloft en fá fullt af upplýsingum í leiðinni. Ég held þó að við hápunktur ferðarinnar hjá þeim hafi verið að fá að hitta frú Vigdísi - enda er hún ein af 3 góðum ástæðum fyrir því að þau völdu að koma til Íslands að kynna sér jafnréttisbaráttuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er nú ein dönsk með mér í bekk sem hélt því fram í kokteilboði í gær að ef ég talaði mjög hægt og skírt íslensku þá gæti hún örugglega skilið mig.
Veit ekki hverskonar tungumálaséní hún telur sig vera....
Þú verður eiginlega að taka hana á orðinu og athuga hvað hún endist lengi í að hlusta... :)
Skrifa ummæli