fimmtudagur, september 14, 2006

Mannréttindanefnd stendur sig í stykkinu

Þá er mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar búin að álykta þess efnis að Orkuveituauglýsingin brýtur gegn mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Verð að hrósa mannréttindanefnd fyrir að standa undir nafni. :)

Ég skrifaði pistil á sínum tíma um málið. Hann er hér ef einhver vill rifja hann upp.

Viðbrögð kallsins frá Orkuveitunni við ályktun mannréttindanefndar voru frekar lame. "já en hann var að ryksuga og það voru 3 konur sem komu að auglýsingunni frá Orkuveitunni." Þetta ristir afskaplega grunnt og greinilegt að gaurinn er ekki að fatta þetta. Þess má geta að hugmyndin og útfærslan að auglýsingunni kom frá auglýsingastofunni en ekki frá konunum 3 hjá OR.

Engin ummæli: