fimmtudagur, september 28, 2006

Eins gott...

Í dag var mælt með að allir yrðu í svörtu í tilefni þess að byrjað var að hleypa vatni í Hálsalón. Í dag var líka fjallað um nauðgunartilraun í Big brother sem "kynlífsskandall". Síðan hvenær er nauðgun kynlíf? Í Fréttablaðinu í dag voru vændisauglýsingar (sem og aðra daga) og á Skjá 1 auglýsingar frá stað sem selur konur. Hvar er valfrelsið og jafnréttið? Eins sem virðist vera til staðar er bræðralagið. Ég mæli með að það verði lagt niður og systkynalag tekið upp í staðinn! Og by the way - það sáust engar stjörnur. Eins gott að ég var í svörtu í dag.

11 ummæli:

Sicknote sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Ég hef svosem ekkert við þessa færslu að athuga enda er ég kominn í frí frá feminiskum umræðum. Ég er samt ekki hættur að fylgjast með. Ég veit ekki almennilega hvernig ég gat komið þessum skilaboðum frá mér þar sem ég veit ekki e-mailið þitt þannig að ég set þetta bara hér. Ég hef verið að reka mig svolítið á auglýsingaherferð sem ég hef ekki séð viðbrögð við frá feministum og langar svolítið að sjá hvað þið hafið um hana að segja. Að mínu viti er þetta árás á það starf sem feministar eru að vinna. Auglýsingin heitir Konan linkurinn er http://konan.iceman.is/Konan/Forsida
Væri gaman að heyra hvað þú hefur um þetta að segja.

katrín anna sagði...

Sæll Manuel - akkúrat búin að vera að velta fyrir mér hvað hefði orðið af þér. Ég á örugglega eftir að skrifa meira um Konan þegar nær dregur en þessa dagana er ég í heilabrotum um hvað ég ætla að segja á fyrirlestrinum sem ég verð með á sýningunni!

Nafnlaus sagði...

Vona samt að þú takir hlutlausa afstöðu í skrifum þínum um sýninguna.

PS' er þetta þá svona "konusýning" eins og þið hafið alltaf verið að tala um?

Nafnlaus sagði...

Hver hefur rétt á sínu áliti og ætla ég hér með að koma með mitt. Mér finnst komment þín um strippstaði á Íslandi, þeas að ásaka þá um vændi, bera vott um fáfræði og tel ég að þú ættir að kynna þér málinn betur áður en þú ásakar menn í löglegum viðskiftum um að brjóta lög. Ég hef kynnst all nokkrum strippurum í gegnum tíðina og margar þeirra elska það starf sem þær eru í. Ekki finnst mér eðlilegt að þú sér að úthúða þeim fyrir að nýta sér það frelsi að vinna við löglega iðju (allir eru saklausir uns sekt er SÖMMUÐ). Þú opnar hér á þann möguleika að verða kærð fyrir róg burð og lygar.
vona að þú gefir þér tíma til að lesa þetta og svara þessu, en amsk þá er þetta það sem mér finnst.

katrín anna sagði...

Sæll Sigfús - myndi langa til að svara þér í löngu máli en þyrfti helst að skrifa heila ritgerð svo hér kemur stutta útgáfan...
Strippurum hefur hvergi verið úthúðað á þessu bloggi þannig að þú getur verið alveg rólegur með það.
Í þessari færslu er ekki talað um að á súlustöðunum sé stundað vændi svo þú getur líka verið rólegur með það. Hins vegar hef ég heimildir fyrir því að á einhverjum staðanna sé stundað vændi en það er jú efni í aðra færslu.
Mæli svo með bókinni BARE fyrir þá sem nenna að skoða málið út frá sjónarmiði fyrrum strippara sem ákvað að rannsaka iðnaðinn, hvaða framtíð bíður stripparanna og skoða málið í jafnréttissamhengi.

Nafnlaus sagði...

Ok, en ef þú ert ekki að ásaka staðina um vændi, geturðu þá sagt mér hvaða "vændis" auglýsingar þú ert að sjá allt í kringum okkur sem þú hefur áður talað um???

katrín anna sagði...

Sorry - tek ekki þátt í að auglýsa vændi... Verður bara að finna auglýsingarnar sjálfur!

Nafnlaus sagði...

Þetta finnst mér slæm afsökun til að sleppa frá því að svara fyrir það sem þú hefur látið út úr þér órökstutt. Orð þín í greininni benda beint á áður umrædda staði án nokkurs rökstuðnings og samt neitarðu að vera að því en ætlar ekki á nokkurn hátt að bakka upp orð þín. Mér finnst að talskona fyrir jafn brýnt málfefni jafnrétti ætti að geta gert máli sínu skil á skilvísari hátt.

katrín anna sagði...

Ef þú ert eins vel upplýstur og þú vilt af láta ættir þú ekki að vera í neinum vandræðum með að finna auglýsingarnar sjálfur.

Nafnlaus sagði...

En og aftur reynirðu að komast undan því að svara því sem fyrir þig er lagt, ekki einbeita þér að mínu gáfnafari heldur reyndu að standa undir þínu.