Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti 150 ára fæðingarafmæli í síðustu viku. Sem betur fer skellti ég mér á Bríetarþingið sem haldið var á föstudaginn. Það var hrikalega skemmtilegt og fróðlegt - fyrir utan að það vantaði hlé. Keypti bókinna Strá í hreiðrið sem fjallar um Bríeti. Er aðeins búin að glugga í bókina um helgina. Það er alveg magnað að lesa um æviskeið hennar og hvernig hún upplifði hlutina.
Bríet áttaði sig snemma á kynjamisrétti. Það sá hún bæði í því að stelpur fengu ekki að mennta sig í sama mæli og strákar og eins í verkaskiptingu á heimilinu. Þar sést glöggt að það voru ekki karlmennirnir sem unnu lengstan vinnudag - því þó þeir púluðu og strituðu allan liðlangan daginn þá gátu þeir komið heim og hvílt sig á kvöldin og á sunnudögum. En þá puðuðu stelpurnar líka. Þurftu til dæmis að draga af karlmönnunum stígvélin og sokkana.
Þar sem Bríet var mjög fróðleiksþyrst var hún dugleg að útvega sér bækur til að lesa. Hún kenndi í smá tíma - fyrir mun minni laun og meiri vinnuskyldi en karlmaðurinn sem var ráðinn á eftir henni í starfið. Okkur hefur miðað fram á við á mörgum þessum sviðum - sérstaklega hvað varðar lagalegt jafnrétti en það er merkilegt hvað við erum enn að glíma við mörg af sömu vandamálum, s.s. launamun og verkaskiptingu. Textar Bríetar eru sérlega skemmtilegir og sumt af því er hægt að nota í baráttunni enn þann dag í dag - óbreytt! Mér skilst að Kvennablaðið (sem Bríet gaf út) sé aðgengilegt á www.timarit.is - ætla að skoða það í nánustu framtíð.
mánudagur, október 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli