Þá er Femínistavikan formlega hafin :) Yes! Verð í bleiku skapi það sem eftir er vikunnar. Smellið á myndina til að skoða vikuna.
Búið að vera frekar mikið að gera og það skýrir fáar færslur undanfarið. Á eftir að blogga um hvernig var á Konunni á laugardaginn!!! Í stuttu máli þá verð ég að segja eins og er að ég er hálf klofin út af þessari sýningu. Markaðssetningin gekk allt of mikið út á tísku og förðun sýnist mér. Veit að það fældi fullt af konum frá, allavega hafa margar lýst því yfir við mig að þeim hafi litist afskaplega vel á kynninguna í byrjun en svo hafi þetta leiðst út í of mikla útlitsdýrkun. Ég get svo sem tekið undir það en... Ég fór þarna á laugardaginn þar sem ég var með erindið. Byrjaði á að mæta rétt fyrir 9 í útvarpsviðtal hjá Erlu á Rás 2. Við vorum 4 í viðtali. Auk mín var Aðalheiður hjá Kaffitár, Þorbjörg sem er með grunnreglurnar 10 og Selma sem var stílisti fyrir sýninguna. Þetta var meiriháttar gaman og ég hefði alveg getað setið með þeim í marga klukkutíma í viðbót að fjalla um hin og þessi málefni. En ég varð víst að drífa mig heim og græja mig fyrir erindið mitt. Það mættu um 20 á fyrirlesturinn minn. Mættu 40 á fyrirlesturinn á undan og eftir - sem voru báðir tengdir sjálfsstyrkingu. Ég fór á fyrirlesturinn sem var á eftir mínum. Missti reyndar af byrjuninni en var viðstödd seinni hlutann. Líkaði ágætlega það sem ég heyrði en varð samt sorgmædd yfir hversu margar konur þurfa á þessu að halda. Það er greinilegt að sífellt er verið að ráðast á sjálfsmynd kvenna í þessu samfélagi með tilheyrandi afleiðingum. Þess vegna borgar baráttan sig! Reyna að stöðva þetta brjálæði.
Stemningin á sýningunni var líka ágæt. Mér fannst gaman að kíkja á Heimilisiðnaðarskólann, sjá íslenska hönnun og svo fannst mér afskaplega krúttlegt fyrirtækið sem selur allt til brjóstsykursgerðar í gegnum netverslun. Hins vegar líkar mér ekki að aðgreina kynin alltaf hreint - en mér líkar kvennasamstaðan og andrúmsloftið sem skapast í góðra kvenna hópi. Jamm svona er þetta - eilíf togstreita. Mér skilst að sýningin eigi að verða að föstum viðburði og ég vona að næstu sýningar verði þverskurður af konum, þ.e. fjölbreyttari flóra.
Að lokum - er ekki kominn tími til að allar konur fari í langt verkfall og neiti að gera nokkurn skapaðan hlut þar til búið verður að útrýma launamun kynjanna? Mér finnst það...
þriðjudagur, október 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Einhvernvegin hélt ég að þú yrðir harðorðari í garð þessara sýningar. Þegar ég sá dagskránna fannst mér svo rosaleg undirliggjandi staðalmyndun í gangi. Mér fannst þetta eiginlega vera meira svona niðurrifsstarfsemi en uppbyggingastarfsemi á "konunni". En kannski er ég ekki maðurinn til að dæma um það þar sem ég fór ekki á þessa sýningu.
Ps'
Sá þig í kastljósinu í gær. Til hamingju þú varst frábær!
Skrifa ummæli