fimmtudagur, október 26, 2006

Bleikir steinar

Morgunverðarfundurinn með handhöfum bleika steinsins er í fyrramálið. Eins skrýtið og það nú er hafa fyrri fundir með handhöfunum verið frekar lítið sóttir. Samt hafa þetta alltaf verið rosalega góðir fundir sem ég hefði engan veginn viljað missa af. Nú sjáum við til hvernig þetta verður í fyrramálið! Endilega mættu ef þú hefur tök á. Staður og stund: kl. 8, föstudagur 27. sept, Blómasal Hótel Loftleiða. Kostar ekkert inn en svangir gestar geta keypt morgunmat á 1500!

Nú er ég að græja mig fyrir framboðsfundinn með Bryndísi. Fyrsti framboðsfundurinn minn! Gaman, gaman. Veit ekki alveg hvernig ég að koma því frá mér á 10 mín sem ég vil sjá gerast í jafnréttismálum.

Þó Femínistafélagið sé ekki með mikið af viðburðum í Femínisavikunni sem þarf að mæta á þá er ég búin að vera á fullu öll kvöld vikunnar. Kíkti á afmæli kynjafræðinnar á þriðjudaginn. Það var meiriháttar gaman. Missti því miður af flestum erindunum :( - sem ég frétti að hefðu verið ógisslega skemmtileg - en ég náði hinum frábæru tónlistaratriðum og að hitta alla skemmtilegu femínistana :) Í gær var það svo Kastljósið. Hringdu í mig kl. rúmlega 4 til að athuga hvort ég gæti ekki mætt til þeirra um kvöldið. Ég sagði auðvitað já - því konur mega ekki segja nei við viðtölum. Vinsamlegast leggið það á minnið og notið næst þegar þið heyrið einhvern verja skort á kvenkynsviðmælendum í fjölmiðlum á þeirri forsendu að konur séu ekki fáanlegar í viðtöl. Við segjum sko víst já - meira að segja þó fyrirvarinn sé stuttur. Það vildi mér til happs að ég er nýbúin að vera kenna í Inngangi að kynjafræði um kven- og karlímyndir í samtímamenningu plús að vera með erindi á Konunni. Þetta var því frekar ferskt í kollinum. Linkur á viðtalið er inn á Femínistavikuheimasíðunni (sjá hér fyrir neðan). Þar er líka linkur á viðtal við Steinunni og Hjálmar.

Ég ætlaði að setja með mynd með vísun á heimasíðuna sem staðalímyndahópur setti upp með kynjuðu fréttunum. En myndakerfið í blogger er greinilega í kaffi þessa stundina svo myndin verður að koma seinna. Linkurinn er www.stadalryni.blogspot.com. Mæli með henni - og fundinum í fyrramálið :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fjör á Bleikusteinafundi. Vildi að ég hefði getað verð allan tímann.