Ég tók upp vasareikninn minn um helgina og fór að reikna. Ekki fylgi
vinstriflokka á 19. öld eins og ég ætti að vera að gera skólalega séð heldur
gengi kvenna og karla í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rvk. um helgina.7 karlar af þeim 11 sem buðu sig fram komust á topp 103 konur af þeim 7 sem buðu sig fram komust á topp 10Karlar sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 4,4
Karlar komust að meðaltali í sæti nr.3,1Konur sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 5,5.Konur komust að meðaltali í sæti nr. 6,7.Svo má athuga hvaða lærdóm við getum dregið af þessu og gaukað að þeimkonum sem fara í prófkjör eftir 4 ár:
Til að fá jafn hlutfall karla og kvenna þurfa 11,6 konur að bjóða sig fram á móti 7,8 körlumKonurnar þyrftu að meðaltali að bjóða sig fram í 4. sæti en karlarnirí 7. sæti.
Muna það næst!
mánudagur, október 30, 2006
Af frænkum og prófkjörum
Fór áðan inn í Íslendingabók til að athuga hvort hugsanlegt væri að 2 fyrirmyndarfemínistar væru frænkur mínar. Við uppgötvuðum nefnilega að við áttum sameiginlega frænku og því var smá von í gangi. Því miður þá eignaðist ég ekki 2 frábærar frænkur á einu bretti því við reyndumst ekki vera skyldari en Íslendingar svona almennt eru - þ.e. frá sautjánhundurð og súrkál. Ég hugga mig þó við að eiga þó aðra femínistafrænku og ákvað að stela smá af blogginu hennar í tilefni af prófkjörsúrslitum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ok, þetta er nokkurn vegin það sem ég var að meina í commenti mínu í seinustu færslu. Þarna er eitthvað sem fara mætti betur. Aldrei er hægt að ætlast til þess að svona hlutföll séu alltaf 100% en miðað við framboð af konum og körlum þarna hefðu fleiri konur átt að vera á topp10.
En þarna sést líka annað vandamál sem Manuel bennti á seinast, konur eru ekki að stefna jafn hátt og karlar, sem veldur því að þær ná ekki jafn hátt (en slæmt að þær nái hlutfalslega stittra miðað við hvað þær ætla sér).
En eins og góður málsháttur segir, mesta ógning fyrir flest okkar er ekki að skjóta of hátt og ná ekki markmiðum okkar, heldur skjóta of lágt og vita að við gátum gert betur.
Skrifa ummæli