Ég er ennþá undir áhrifum eftir Hittið á þriðjudaginn. Hrikalega var þetta gaman. Það var hrein unun að sitja út í sal og hlusta á þær Rúnu, Þorgerði, Kristínu, Gyðu og Steinunni viðra sínar skoðanir á stefnu, áherslum og aðgerðum. Hittið varð allt öðruvísi en ég og fleiri bjuggumst við - en ég held miklu skemmtilegra. Eins og svo oft áður eru engin einhlít svör eða ein uppskrift en svakalega tókst þeim að fá heilabúið til að synda af stað og spá og spekúlera í framtíðinni. Ef einhver heldur að baráttan sé leiðinleg - think again! Fátt er eins gefandi og spennandi og að brjóta heilann um hvað þarf til að fá þá veröld sem við viljum. Ég skrifaði allt samviskusamlega niður og nú er bara að vinna úr öllu þessu...
Svo er fleira gaman í gangi. Sóley er á landinu :) Veit ekki hvort ég næ að hitta hana eitthvað meira áður en hún fer út en ég er hvort sem er á leiðinni að heimsækja hana fljótlega... ætla að droppa við hjá henni á leiðinni heim frá Finnlandi.
Svo er líka sitthvað leiðinlegt í gangi. Nenni ekki að blogga um það :( Er samt orðin ansi heit fyrir breytingum á heilbrigðiskerfinu - en ekkert einkavæðingarkjaftæði samt. Það alversta sem við gætum gert er að einkavæða heilbrigðiskerfið.
fimmtudagur, október 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli