þriðjudagur, október 10, 2006
Ef ég væri gamblari...
Fjölmiðlar eru mér afar hugleiknir þessa dagana. Skilaði pistlinum í Viðskiptablaðið í hádeginu en hann fjallar einmitt um 100% karla sem álitsgjafa og fjarveru kvenna úr fjölmiðlum. Á póstlistanum eru síðan miklar umræður um Sunnudagskastljósið þar sem margir höfðu búist við að Eva María færi á kostum. Í staðinn hefur hún sýnt á sér mjög svo andlega gagnkynhneigða hlið og rætt við 5 karla og 1 konu, mörgum til mikilla vonbrigða. Ég játa að ég er svekkt því ég hlakkaði til að fá Evu Maríu aftur á skjáinn - en ekki undir þessum formerkjum. Miðað við þessa þróun held ég að það væri næstum óhætt að veðja á að næsti kvenkynsviðmælandinn verði fyrrverandi fegurðardrottningin sem var að skila af sér kórónunni í Póllandi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég hef svo sem ekki beinlínis verið að horfa á þessa þætti Evu Maríu út frá femíniskum sjónarmiðum, en mér finnst þeir ekki skemmtilegir. Hún hefur nær eingöngu talað við "the ususal suspects", þ.e. fólkið sem alltaf er í viðtölum og segir næstum alltaf það sama. Sem sagt Davíð og co. Þannig að ég hef ekki enst út heilan þátt hjá henni og reikna með að gera annað á sunnudagskvöldum hér eftir en að horfa á þáttinn hennar.
Þetta er svipað og hjá Agli. Ekki aðeins hefur hann nær eingöngu karla í viðtölum, heldur eru þetta oftast sömu karlanir og flestir vita fyrirfram hvað þeir ætla að segja. Þess vegna er óþarfi að horfa á þættina.
Vá hvað við spörum mikinn tíma...
að vísu ekki fyrirsjáanlegt í gærkvöld, ég sá sumt þá.
Skrifa ummæli