föstudagur, september 15, 2006

Partý í Smáralindinni

Allur gærdagurinn fór í að taka backup af gögnunum mínum og defragmentera harða diskinn!! Var víst ekki vanþörf á því 38% fælanna voru fragmentaðir - en enduðu í 0% sem er akkúrat eins og það á að vera. :) Ég ætla rétt að vona að tölvan mín verði hraðvirkari eftir þetta. Hún var orðin svo hægvirk að ég var alvarlega farin að íhuga að henda henni á hauganna og fá mér nýja - sem ég hef engan veginn efni á.

Ég tók backup á geisladiska - hefur hingað til virkað fínt og ég hef ekki þurft nema 2 diska til að bakka allt upp. Nú notaði ég 5 diska og sleppti sumu - gögnin greinilega hrannast upp - veit einhver um ódýra og góða backup lausn fyrir heimatölvur?

********
Hann Magni "okkar" Ásgeirsson fær móttöku í Smáralindinni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar. Það er eins gott að slíkt sé ekki einvörðungu frátekið fyrir fólk sem... - og nú megið þið botna sjálf ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Kata.

Þú getur keypt litla ferðavéladiska (40-60 gb) í USB hulstri og afritað á þá. Ef þú ert með tvo þá getur geymt annan hjá einhverjum sem þú treystir og skipt á þeim reglulega.
Ef þú ert með persónuleg gögn sem þú vilt ekki að fólk fari í þá skaltu nota Truecrypt til að búa til lykilorðavarða, dulkóðaða skrá sem þú vinnur með sem disk og getur aftengt diskinn og afritað skránna.

Þú getur líka notað þjónustu sem heitir foldershare til að senda gögn á milli véla yfir internetið. ég nota þetta til að dreifa myndunum mínum á milli landa og tölva. þú getur líka notað þetta ásamt usb drifi hjá vini þínum til að hafa nokkuð þægilegt sjálfvirkt kerfi.

Ekki gleyma dulkóðunni samt.

Kveðja
Spörri

katrín anna sagði...

Frábært - takk :)