þriðjudagur, september 19, 2006

Vörusvik!!!

Ætli þau sem keyptu bókina Franskar konur fitna ekki megi skila henni núna?

Af mbl.is:
Tækni & vísindi AFP 19.9.2006 08:02
Þriðjungur Frakka of þungur

Franska þjóðin er að þyngjast og nú svo komið að tæplega þriðjungur þeirra er yfir kjörþyngd eða er að berjast við offitu, samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir frönsku heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt henni eru 19,8 milljónir Frakka, af 63 milljónum íbúa, yfir kjörþyngd og 5,9 milljónir eru offitusjúklingar. Hefur offitusjúklingum í Frakklandi fjölgað úr 2,3 milljónum í 5,9 milljónir á níu árum.
Samkvæmt könnuninni eru ákveðnir þjóðfélagshópar í meiri hættu og eru þeir sem eru í láglaunastörfum í mestri hættu.

Að sögn dr. Arnaud Basdevant, næringarfræðings við Parísar spítala, er sem allir aldurshópar séu í hættu og að offitusjúklingarnir verði alltaf yngri og yngri. Mun fleiri konur eru of feitar en karlar í Frakklandi.

Offita er vandamál víða um heim og lítur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO)á offitu alþjóðlegt heilbrigðisvandamál.

Samkvæmt frönsku könnuninni þjáist einn af hverjum fimm íbúum Frakklands af offitu, sem eru með 34.800 evrur, 3,1 milljón króna, í árstekjur eða minna. Aftur á móti er einungis einn af hverjum tuttugu að glíma við offitu sem eru með 63.600 evrur í árslaun eða meira.

3 ummæli:

Unknown sagði...

I knew it!

Ég vona að fólk sem lét plata sig til að kaupa bókina, skili henni nú þegar. :)

ErlaHlyns sagði...

Bwahahaha ;)

Kristín sagði...

Ég var alltaf að reyna að útskýra þetta. Stór hluti franskra kvenna er með anorexíutilhneigingar, annar hluti er "bara venjulegar konur" og þar af leiðandi oft feitar. Þær þjást hins vegar margar fyrir fituna og eru því ekki eins sýnilegar á götum borgarinnar og hinar grönnu.