Við skötuhjúin sem lifum í stórkostlegri synd hér í Grafarholtinu vorum ótrúlega dugleg um helgina. Við sáum fram á það á laugardagsmorguninn að þurfa allavega 2 mánuði til að sortera allt geymsludraslið og koma því haganlega fyrir í bílskúrsgeymslunni. Ekki nóg með að við kláruðum að ganga frá öllu inn í geymslu á laugardaginn (nema dótinu sem á að koma upp - það þekur enn hálfan stigann...) þá kom bróðir hans Grétars líka í heimsókn og tengdi fyrir okkur símann og við náðum að mála fyrstu umferð á gólfið á megnið af rýminu niðri. Það hefði reyndar átt að þýða seinni umferð í gærkvöldi og þá hefði verið hægt að raða húsgögnum þar í lok vikunnar og hefja vinnu í nýrri vinnuaðstöðu nema... liturinn á gólfinu er alveg óvart næstum því svartur. Við erum því að leita nýrra leiða til að hressa upp á gólfið - þær hugmyndir sem eru í gangi eru:
1. Kaupa lakk og bæta út í það hálfþekjandi lit (hér um bil bæsi) og fá þannig líf og fjör í gólfið...
2. Kaupa brons málningu og bursta létt yfir gólfið (í stíl við handriðið) og lakka svo yfir það.
Hafið þið skoðun á málinu eða betri - ódýrar - hugmyndir???? Ef þið eruð með ógisslega flott gólf sem kostaði lítið að gera getið þið líka boðið mér í kaffi til að skoða dýrðina og stela hugmyndinni! :)
þriðjudagur, september 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég veit ekki hvað skal segja en mér finnst koparhugmyndin hljóma vel. Hugsa að ég myndi skella mér á hana, veit ekki um aðrar hugmyndir en ætla mér sjálf að rífa ljóta parketið af minni íbúð næst þegar mér tekst að búa í henni lengur 3 mánuði og þá mun ég leita í reynslubankann þinn!
Já kíktu í kaffi og ég skal segja þér allt um draslparket sem ég mæli ekki með, liti og málningaraðferðir!
Ég mæli líka með innliti til Gyðu... hún er með listavel gerð gólf sem hún slysaðist óvart til að segja mér frá og fékk yfir sig heimsókn í staðinn!
Skrifa ummæli