laugardagur, september 23, 2006

Dramatísk framkvæmdasaga...

Ég er viss um að það er allsherjarsamsæri að eina hádegisviðal NFS í vikunni sem ekki er aðgengilegt á VefTV er viðtalið við yours truly þar sem vændi er viðfangsefnið... aha! Brot úr viðtalinu er hins vegar í kvöldfréttum á fimmtudaginn - sem önnur frétt reyndar - þvert á allar samsæriskenningar.

Vikan annars búin að vera fín. Ég á góða vini (eins og Erla) en á mánudaginn var ég að bruna upp Ártúnsbrekkuna klukkan hálf-átta þegar Betan hringir og býður mér á Pina Bausch, sem átti að byrja hálftíma seinna. Ég auðvitað þáði það og sá ekki eftir því. Sýningin var æðisleg og auðvitað mun skemmtilegra að hún er ádeila og inniheldur boðskap. Á efri árum kann ég mun betur að meta svoleiðis heldur en innihaldslausa skemmtun... Við komumst samt að þeirri niðurstöðu að sýningin hafi ekki verið eins róttæk og margir bjuggust við.

Svarta gólfinu var síðan bjargað í vikunni :) :) :) :) :) Mér til mikils léttis... Þar sem Valla Matt ætlar að hætta með Veggfóður er ég viss um að dyggir lesendur bloggsins kunna að meta ítarlegar lýsingar á framkvæmdum á mínu heimili. Björgunaraðgerðir fóru sem sagt svona fram:

Grétar fékk að ráða og hann vildi prófa bronsleiðina frekar en bæsleiðina... ég fjárfesti því í heilli túpu af bronslit fyrir svo mikið sem 940 kr. Þegar heim var komið var spenningurinn svo mikill að við skelltum okkur beint í að bera þetta á gólfið. Það var gert með pensli og myndast við að ná svona þurrburstunaráferð... Niðurstaðan sú að gólfið varð hálfblettótt og lofaði ekki góðu. Við komumst loks að þeirri niðurstöðu að prófa að setja bara bæsið ofan á þetta - og héldum því áfram að bletta gólfið.... og skiptum svo um skoðun. Sáum að þetta væri bara kolómögulegt og allt ónýtt :( Gripum því til þess drastíska ráðs að ætla að hreinsa þetta af gólfinu með terpentínu, myndast við að fjarlægja öll ummerki og fara mína leið (bæsið góða...). Ákváðum að fórna moppunni okkar í verkið og hófumst svo handa. Grétar hellti vænum slurk af terpentínu á gólfið og ég renndi moppunni yfir til að fjarlægja bronsið. En viti menn og konur - kom ekki bara þessa undurfallega áferð á bronsið :) Við kláruðum því allt gólfið svona - settum vænan slurk af bronsi - helltum terpentínu í næsta nágrenni og moppuðum yfir. Létum þorna yfir nótt og lökkuðum svo 2 umferðir með hálfmöttu lakki. Erum þvílíkt ánægð með gólfið. Það er algjört æði og við ætlum að öllum líkindum að leggja í sama pakka í andyrinu og upp stigann.

Engin ummæli: