Eins og örugglega allir vita þá gengur t-póstur til styrktar Magna í Rockstar eins og eldur um sinu um netið. Þar er fólk hvatt til að vakna fyrr og kjósa, t.d. þau sem vakna kl. 7 gætu allt eins vel vaknað aðeins fyrr og kosið af fullum krafti. Í fyrstu útgáfu póstsins var sagt að kosningin endaði kl. 7 og fólk hvatt til að vakna hálftíma fyrr. Þetta var bara bölvuð vitleysa því kosningin endar kl. 5:50 og því þörf á að vakna dálítið mikið fyrr en venjulega. Þetta hefur þó greinilega verið lagað í seinni póstum.
Annars varð ég fyrir verulegum vonbrigðum þegar Supernova debutaði með Dilönu. Fyrir það fyrsta þá var lagið ekkert til að hrópa húrra fyrir og fyrir það næsta þá eru miðaldra kk rokkarar sem "skreyta" sig með ungum hálfberum kvk dönsurum fátt annað en pathetic... Dilana aftur á móti var dúndurflott eins og alltaf :) Ég eiginlega vona að öll sem mér finnst varið í lendi í öðru sæti... líka Magni. Fagmennskan hefur fengið á víkja líka á fleiri sviðum. Til er hljómsveitin Supernova sem nú stendur í ströngu við að fá að halda nafninu sínu...
En hér er pósturinn:
**********
Sæl veriði
Málið er að nú er strákurinn "okkar" búin að vera 2 vikur í röð í einu af 3 neðstu sætunum þrátt fyrir frábæra frammistöðu, og það eru afar miklar líkur á því að verði hann þar 3ju vikuna sé þetta búið hjá honum. Við viljum öll hjálpa honum að komast lengra, helst í úrslitaþáttinn 13. sept. Til að minnka líkurnar á því að hann verði sendur heim í næstu viku, verða allir þeir sem finnst "alveg frábært hvað honum gengur vel" en hafa aldrei gefið honum atkvæði sitt að taka á sig rögg og kjósa hann. Atkvæðagreiðslan fer fram aðfaranótt miðvikudaga á milli klukkan 02 - 06 um morguninn. Næst verður kosið aðfaranótt 30. ágúst .
Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa hann, en þeir sem á annaðborð vakna um 7 leitið til að fara í vinnu eða skóla, gætu, án þess að leggja mikið á sig, vaknað aðeins fyrr, sest við tölvuna sína, á tæknilandinu Íslandi eru allflestir með tölvu og nettengingu, og kosið á - http://rockstar.msn.com/ - þar er hægt að kjósa eins oft og maður hefur úthald til og kostar ekki neitt.
Sérðu í anda íþróttaáhugamenn, sem hefðu tækifæri til að hjálpa landsliðinu í handbolta t.d. sleppa þvílíku tækifæri til að hjálpa þeim áleiðis !!!!!!!!! Nú erum við Íslendingar vön að styðja heilshugar við bakið á okkar fólki sem er að gera það gott á alþjóðavettvangi - svo gott fólk - brettið upp ermar og hjálpið Magna til að komast í úrslitaþáttinn , nú ef það tekst ekki getum við ekki sagt að við höfum ekki reynt !!!!!!!!!!!!
Með baráttukveðjum
Magna aðdáandi
mánudagur, ágúst 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli