Hríseyjarferðin ætlar að hafa afleiðingar - í kvöld ætlum við að elda fisk!!!! Frekar stór stund hjá okkur. En batnandi fólki er best að lifa og kannski endar með því að við verðum ekki háð öðrum varðandi fiskneyslu. Silungurinn sem pabbi veiddi er að þiðna á eldhúsborðinu. Verður örugglega ljúffengur... matreiddur að hætti Sigga Hall.
Skilaði pistlinum fyrir Viðskiptablaðið í gær. Nú er bara að finna út hvað á að skrifa um næst. 6 dagar til stefnu.
Kíkti á Sirkus á netinu áðan - til að sjá viðtalið í Kvöldþættinum í gær. jamm - um að gera að hafa gaman að þessu líka :) Get ekki að því gert en ég er búin að reyna að finna út hvaða minnihlutahóp hægt er að setja spyrilinn, hann Reynir, í - svona svo honum líði betur. Kannski hóp ungra, órakaðra karlmanna? Gæti líka bent honum á að ganga í Framsókn - það er flokkur sem er í minnihluta - gengur kannski ekki alveg því hann er samt í meirihluta bæði í borg og bæ...
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli