Femínistafélagið sendi frá sér ályktun í dag út af KEA málinu. Sniðugir þessir stjórnarmenn í KEA að fá framkvæmdarstjórann til að sjá sjálfan að þetta gengi nú ekki upp - að hann væri fjarverandi frá vinnu í 9 mánuði og gátu fengið hann til að segja upp sjálfan. Nú geta frjálshyggjumennirnir sagt að hann hafi valið þetta sjálfur, að þetta sé frelsi. Rétt eins og konur hafa valið í gegnum tíðina að vera með lægri laun, minni áhrif og hér um bil engin völd, af því að þær eignast börnin... Frelsið er yndislegt, segir Síminn og greinilega KEA líka.
Sjálfri finnst mér þetta algjör skandall. Myndi byrja að boycotta KEA á stundinni nema að það er illa framkvæmalegt því ég byrjaði að boycotta þá (en hafði reyndar alltaf keypt voðalega lítið af þeim) þegar þeir tóku þátt í MissKiss FM keppninni með vali á KEA stúlku. Þá kvörtuðum við í FÍ yfir að KEA stúlkan væri valin úr hópi stúlkna sem kepptu um það hver gæti fengið mest viðbrögð úr sal með því að sýna "glæsileg" tilþrif á blúndunærfötum. Markaðsstjórinn var nú hinn almennilegasti og sagði að ekki yrði undirfatasýning á lokakeppninni og til að tryggja málið fór hann sjálfur að fylgjast með keppninni - greinilegt að við vöktum áhuga hans þá, hemmm... Í framhaldi fengum við þessa fínu auglýsingu þar sem slatta af skyri er hellt yfir ljóshærða yngismær. Hef reyndar ekki hugmynd um hvort að það sé KEA stúlkan en engu að síður... Voða skyrlegt alltsaman. Þá hætti ég snarlega við að byrja að kaupa KEA skyr og held fast í þá ákvörðun núna. Held að það sé með skyr eins og baðkör - karlmenn fara ekki í bað og þeir borða ekki skyr! Allvega ekki ef mark er takandi á auglýsingum.
Þeir sletta skyrinu sem eiga það og ef ég ætti bleikt skyr myndi ég sletta því á KEA!
Hér er ályktun FÍ á umræðuvefnum: http://www.feministinn.is/umraedur/viewtopic.php?t=739
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli