miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Enga græðgi takk

Var að lesa frétt um að yfirvöld í Kína hefðu sett lög um að það mætti að hámarki spila fjölnotenda tölvuleiki í 3 tíma. Ástæðan sú að tölvuleikjafíkn er orðið stórt vandamál í Kína. Það sem mér fannst áhugavert við fréttina var að það fylgdi með að framleiðendur tölvuleikja eru sáttir við lögin og segjast taka heilsu notenda fram yfir sína eigin hagsmuni. Það má ýmislegt segja um mannréttindi í Kína - en asskoti er ánægjulegt að sjá að það eru fyrirtæki sem axla ábyrgð en hugsa ekki eingöngu í sölutölum! Græðgin ræður greinilega ekki alls staðar ríkjum - sama hvað hún kostar.

Engin ummæli: