mánudagur, ágúst 15, 2005

Kvenspjæjarinn Mma Ramotswe

Las bókina Kvenspæjarastofa númer 1, eftir Alexander McCall Smith í vikunni. Hún kom skemmtilega á óvart og var mun femínískari en ég hafði búist við.

Hér er eitt gullkorn úr bókinni: (bls 34 - 35)
"Vandamálið, auðvitað, var að fólk virtist ekki skilja muninn á réttu og röngu. Það þurfti sífellt að minna það á þetta, því ef maður lét það bara um að finna út úr þessu sjálft varð ekkert úr því. Fólk gerði þá bara það sem hentaði því sjálfu best og sagði síðan að það væri hið rétta. Þannig hugsuðu flestir."

Engin ummæli: