miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Þorskur í morgunmat

Stundum held ég í alvörunni að auglýsendur telji viðskiptavini sína vera fávita - a.m.k. eru sumar auglýsingar þess eðlis. Í morgun heyrði ég auglýsingu þar sem því var haldið fram að morgunverðurinn væri mikilvægasta máltíð dagsins og þess vegna ætti Cheerios að verða fyrir valinu. Ég er nýbúin að fjárfesta í Cheeriospakka og finnst það ágætismorgunmatur. Finnst það líka ágætis kvöldmatur af og til ef ég nenni ekki að elda. Aftur á móti fráleitt að Cheeriosið sé mikilvægasti maturinn sem ég borða yfir daginn. Ef ég ætti í alvörunni að líta á morgunmatinn sem mikilvægustu máltíð dagsins þá myndi ég örugglega elda fisk á morgnana... :-þ

En talandi um Cheerios - pakkarnir gott dæmi um hvernig konur eru ósýnilegar og nafnlausar í samfélaginu. Ég notaði pakkann einmitt í kennslu upp í LHÍ. Aftan á pakkanum eru 6 myndir af einstaklingum við íþróttaiðkun - 5 nafngreindir karlar og ein nafnlaus kona...

Engin ummæli: