mánudagur, ágúst 08, 2005

Trúnaðarbrestur

Stjórnarformaður KEA segir að ástæðan fyrir því að framkvæmdastjórinn sagði upp væri trúnaðarbrestur en ekki sú að hann hefði ætlað í langt fæðingarorlof. Ég er að velta fyrir mér hvort að trúnaðarbresturinn sé ekki út af því að framkvæmdastjórinn neitaði að fara í sundurtætt fæðingarorlof. Það er ekki hægt að lesa annað út úr fréttaflutningi undanfarna daga en að ágreiningurinn hafi verið vegna þess að stjórn vildi að hann færi í sundurtætt orlof í staðinn fyrir samfellt orlof.

Á meðan stjórnarformaður KEA nýtir "trúnaðarákvæði" til að útskýra ekki hvernig var að málum staðið þá stend ég áfram í þeirri trú að barneignir framkvæmdastjórans hafi haft veruleg áhrif á það að hann er ekki lengur að störfum fyrir KEA!

Engin ummæli: