fimmtudagur, september 01, 2005

I'm so sad I could spring...

Í Fréttablaðinu í dag var auglýsing frá förðunarskólanum Rifka. Módelið á myndinni - ung stelpa, mikið máluð, mjög grönn - var í bol sem á stóð "Stay hungry". Tískuiðnaðurinn hefur verið mjög gagnrýndur fyrir örmjó módel og að ýta undir átraskanir. Ég get ekki betur séð en að þarna sé verið að ýta undir að stelpur borði ekki. Þetta er markaðssetning á átröskunarsjúkdómum - svipað og pro-ana vefsíðurnar sem fengu ítarlega umfjöllun í Birtu um daginn.

Ég þoli ekki svona markaðssetningu - þeir sem framleiða og birta þessa auglýsingu taka enga ábyrgð á afleiðingunum.

Engin ummæli: