þriðjudagur, september 06, 2005

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn var í dag - konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Leggst ágætlega í mig svona eftir fyrsta tímann, fyrir utan að ég komst að því í morgun að námskeiðið stendur fram á vör og það getur sett strik í reikninginn varðandi vorönn. Vonast til þess að ég læri eitthvað fróðlegt um kenningar um kvenkyns- og karlkynsstjórendur...

Síðan er fyrsta Hittið í kvöld. Yfirskriftin er "hvað finnst okkur um fæðingarorlofið?". Verður án efa fróðlegt enda fínir fyrirlesarar - Gyða Guðjónsdóttir frá Innn, Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og Gunnar Páll Pálsson frá VR.

Síðan eru grilljón pælingar í gangi. Vildi að ég ætti janfmikið af peningum og pælingum!

En að allt öðru - las um daginn að konur ættu að byrja að bera krem á hálsinn á sér um 25 ára aldur til að fá ekki hrukkur á hálsinn.... mig langar mikið til að vita hvort að svona "meðmæli" byggi á ítarlegum rannsóknum eða hvort þetta sé bara marketing blaður - eða trúarbrögð. Mín reynsla er nefnilega sú að líkaminn sér að mestu leyti sjálfur um húðina - alveg þangað til maður fer að bera á hana krem á hverjum degi - þá verður það svæði háð kreminu og húðin tapar náttúrulegum eiginleikum sínum. Ég ætla því ekkert að byrja að bera krem á hálsinn á mér þó ég sé orðin 35 - tek bara sjensinn á því að hann verði hrukkóttur enda ekkert að hrukkóttum hálsi.

Engin ummæli: