þriðjudagur, september 20, 2005

Frumlegheit - eða ekki

Var að sjá auglýsingu í sjónvarpinu um nýjan íslenskan gamanþátt sem heitir Kallakaffi. Hann er um nýskilin hjón Kalla og Möggu sem reka kaffihúsið Kallakaffi.

Auðvitað heitir kaffihúsið eftir honum - Kallakaffi - og þættirnir þar af leiðandi líka eftir honum - Kallakaffi!

Alveg eins og According to Jim, King of Queens, Everybody loves Raymond...

Frumlegt?
Jafnréttissinnað?
Fyrirsjáanlegt?
Hefðbundið?

Engin ummæli: