mánudagur, september 19, 2005

Kökukvöld :-þ

Pabbinn á afmæli í dag. Það þýðir kökukvöld :) Hlakka til!

Dagurinn fór í að skrifa pistil fyrir Viðskiptablaðið - og by the way - pistlarnir mínir munu eftirleiðis birtast í miðvikudagsblaðinu en ekki föstudagsblaðinu.

Pistlaskrifin hafa orðið til þess að ég hef hugsað meira um orð. Orð eru til alls fyrst og oft fer ég óvarlega með orðin - eða átta mig ekki á áhrifum þeirra. Mér finnst oft vandmeðfarið þegar kemur að því að gagnrýna hvernig orða á hlutina. Sum orð eru of óvægin á meðan önnur eru of máttlaus. Hvernig er hægt að vera óvægin á diplómatískan hátt sem fær fólk til að breyta vs það að vera svo dipló að það veiti fólki afsökun fyrir aðgerðarleysi?

Svo er það auðvitað sígilda pælingin um karllægni íslenskrar tungu. Skemmtilegt nokk en einhver setti pælingar um það inn á umræðuvefinn.

Engin ummæli: