Eftir fundinn hjá FKA í síðustu viku er ég í mjög aggressívu skapi. Það sést pínkulítið af því í pistlinum fyrir Viðskiptablaðið á miðvikudaginn. Það eru þó bara smámunir miðað við fyrstu drög... sem voru mun skemmtilegri, beittari og hlaðin killer instinct - sem ég satt best að segja held að fáir karlmenn myndu þola þrátt fyrir að telja þennan skort á killer instinct helsta galla kvenna. Held að þeir ættu að átta sig á að konur skortir ekki killer instinct - við erum bara sífellt að bæla það vegna þess að það er svo mikið á skjön við okkar kvenlegu staðalímynd!
Ég veit ekki hvað ég á að nenna að fylgjast mikið með Baugsmálinu. Mér finnst þetta kostulegt og sýnir það forkveðna að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Mér finnst afar merkilegt hvað þetta er orðið að pólitísku máli og hvernig þetta skiptist í hægri vs vinstri - sem er þróun sem mér líkar ekki. Málið er orðið að 2 málum og það þarf niðurstöðu í báðum. Ég vil gjarnan að það sé komist til botns í pólitísk afskipti af málinu en ég vil líka fá niðurstöðu í dómsmálið sjálft. Hvort sem pólitísk afskipti eru óeðlilega mikil eða ekki þá breytir það því ekki að hugsanlega er um saknæmt atferli að ræða.
Nokkrar spurningar - hvað ef niðurstaðan er:
1. Baugur saklaus - pólitísk afskipti: Nornaveiðar af verstu sort
2. Baukur sekur - pólitísk afskipti: Af hverju þurfti pólitísk afskipti til? Hvernig erum við þá stödd réttarfarslega séð?
3. Engin pólitísk afskipti - Baugur sekur eða saklaus: Kerfið sér um málið - ætti að vera svona.
Einhvern veginn finnst mér þriðji möguleikinn ólíklegur.
mánudagur, september 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli