Þunglyndið er mætt á svæðið og ég er ekki einu sinni byrjuð á Ellefu mínútum. Kannski er þetta svona fyrirþunglyndaþunglyndi en ég held ekki. Held að þetta sé aðallega frústrering á skilningsleysi samfélagsins á jafnréttismálum. Ekki að furða þó það hafi tekið 30 ár að fá kosningarétt... samt er eins og allir haldi í dag að í gamla daga hafi samfélagið samanstaðið af vondum körlum og góðum konum. Síðan allt í einu einn daginn hafi karlarnir ákveðið að gerast góðir og láta konurnar hafa kosningarétt. Eftir það hafa karlarnir haldist góðir og allt verið í gúddi fíling eftir það. Þess vegna hafi engin þörf verið á Rauðsokkunum heldur hafi þær bara verið pirraðar og frústreraðar kjellingar sem æstu sig út af engu - svona eins og ég!
Ég er enn að velta fyrir mér hvaða stökkbreyting hafi orðið á genum karlmanna fyrir 90 árum og enn að spá í af hverju konur halda að ástandið geti ekki orðið betra... sem mér finnst metnaðarlaus framtíðarsýn. Ég veit að við getum gert betur - og meira að segja miklu betur.
miðvikudagur, september 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli