Femíníska hafmeyjan Bjarni Ármannsson bjargaði föstudeginum! Á fastlega von á því að baráttulagið sem samið var á staðnum vinni samkeppnina 24. okt. Spuring hvort ég ætti að reyna að komast í dómnefnd???
Það er töff að vera með leg
stelpur eru með leg
sunnudagur, september 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta var rosalegt lag. Nágrannarnir dýrka það.
Halla
Ungliðahópur spurði: Er samband milli berbrjósta stelpna og bankastarfssemi?
Hér er svarið frá markaðsstjóranum út af Hafmeyjunni:
Steinunn
Ég þakka kærlega fyrir tölvupóstinn þinn og áhuga Ungliðahópsins á Íslandsbanka og
Sjávarútvegssýningunni.
Þú ert líklega að tala um listamanninn sem var með líkamsmálningu (bodypainting) á
básnum hjá okkur á sýningunni sem sýndi mikla færni og vakti athygli fyrir list
sína.
Bein tenging þarf ekki að vera milli þessarar listsköpunar og bankastarfseminnar
nema það að báðir aðilar eru færir á sínu sviði. Bankar velja það að tengjast ýmsum
málefnum s.s. íþróttum, menntun og menningu í sínum víðasta skilningi.
Kveðja,
Birna
En hvað það hefði nú verið gaman ef bankinn hefði verið það menningarlegur að mála bara karlmenn - enda við hæfi þar sem markhópurinn var karlar. Sumir kalla súludans list - og sumar súludansmeyjar eru færir dansarar. Slíkt atriði er samt ekki við hæfi á sjávarútvegssýningunni - ekki frekar en berbrjósta hafmeyjar...
Ég talaði ekki við Birnu heldur Sigrúnu.
Skrifa ummæli