þriðjudagur, desember 20, 2005
Jólagjöfin til DV
Það er ljótt að gera upp á milli fólks en spurning hvort það sama eigi við um fjölmiðla? Ég er allavega að spá í að hætta að nenna að tala svona mikið við DV. Ekki það að ég og DV hafi verið svona best buddies þannig að ég mun ekki sakna DV neitt. Var meira í svona gírnum um að gera ekki upp á milli svo ég sagði alltaf já þegar DV hringdi... og launin eru að sjálfsögðu bölvað vanþakklæti eins og gengur og gerist...! Ekki að ég sé neitt megafúl en ég er í alvörunni farin að efast um að ritstjórnin kunni að lesa. Fór í viðtal um daginn til að tala um konusýningar og okkar geysivinsæla skeyti til forsætisráðherra (er viss um að þetta er frægasta skeyti sögunnar). Tók sérstaklega fram í viðtalinu að við værum ekki að gagnrýna þátttakendur í konusýningum - og DV prentaði það á baksíðu. Grófu svo upp fúlustu myndina sem þeir eiga af mér (tilviljun? örugglega!) og skelltu henni með fréttinni. Þetta var svo sem alveg fyrirgefanlegt og alveg það sem ég bjóst við. En - svo kom ritstjórnin á bls 2 með alls kyns rangtúlkanir, útúrsnúninga og gjörsamlega besides the point. Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu að annaðhvort kann ritstjórnin ekki að lesa eða þá að þetta eru karlrembur af verstu sort sem grípa til allra ráða til að koma óorði á jafnréttisbaráttu kvenna og er skítsama þó þeir ljúgi, geri fólki upp skoðanir og persónugeri þetta allt saman... Nú velur hver fyrir sig en ég er allavega að spá í að segja NEI næst þegar DV hringir - og þarnæst og þarnæst og þarnæst! Það verður jólagjöfin mín til DV í ár :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta er frábær jólagjöf til siðlausustu karlrembna á Íslandi.
Það skiptir egnu máli þó þú farir ekki í viðtal til þeirra. Viðtalið mun samt sem áður byrtast. Það eru alltaf að byrtast viðtöl við fólk sem hefur aldrei sagt stakt orð við DV.
Fólkið þarna er illa lesið og illa læst. Um daginn var t.d. mynd af allt annarri Valgerði Bjarnadóttur en þeirri sem fjallað var um. Svo var hún sögð formaður Jafnréttisstofu. Og ótal önnur dæmi - sá þó ekki þitt - enda sé ég blaðið óreglulega.
Skrifa ummæli