Ég á eftir að skoða erindin en heyrði að þetta hefði bara verið ágætt svona miðað við allt saman. Auðvitað var tíminn allt of stuttur og karlarnir þurfa meira en 3 tíma til að koma á jafnrétti en þetta er þó viðleitni. Fyrir ráðstefnuna var þó nokkur umræða á femínistapóstlistanum og hér kemur brot úr einu innleggi frá mér þar sem ég tók saman nokkrar mögulegar útkomur úr karlaráðstefnunni og lagði til að við stofnuðum veðbanka - það hefði allavega sett smá spennu í þetta: :)
Nú er spurning hvort við viljum spá og spekúlera um niðurstöðu ráðstefnunnar? Ættum kannski að setja upp veðbanka - LOL???
- Hér ríkir fullkomið jafnrétti og hefur lengi gert!
- Þetta er allt að koma - bíðum bara í 20 ár og þá verður þetta komið af sjálfu sér!
- Til að jafnrétti náist þá þurfa konur að gera milljón hluti - og karlar ekkert...
- Misrétti er ekki körlum að kenna!
- Karlar verða fyrir misrétti varðandi forræðismál eftir skilnað - kippum því í lag. Drengir verða fyrir mismunun í skóla - kippum því í lag.
- Misrétti er allra ábyrgð og karlar geta gert heilmikið til að bæta þar úr. Má þar nefna ótal hluti eins og...
Ég set auðvitað nr. 6 á jólagjafalistann minn... :) En hvað ég veðja á ætla ég að halda fyrir mig!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli