Kona þarf stanslaust að fylgjast með sjálfri sér. Hún er nánast alltaf í fylgd sinnar eigin ímyndar. Á meðan hún gengur í gegnum herbergi eða á meðan hún grætur vegna andláts föður síns, getur hún tæplega forðast að sjá fyrir sér að ganga eða gráta. Frá frumbersku hefur henni verið kennt og hún sannfærð um að fylgjast stanslaust með sjálfri sér.
Og hún lærir að álíta áhorfandann og þann sem horft er á innra með henni sem tvo aðgreinda fulltrúa í sjálfsmynd hennar sem konu.
Hún verður að skoða allt sem hún er og allt sem hún gerir í ljósi þess hvernig hún kemur fyrir sjónir annarra, og á endanum hvernig hún kemur fyrir sjónir karlmanna, sem veigamikinn þátt í því sem venjulega er álitið árangur hennar í lífinu. Hennar eigin tilfinning um tilveru sína víkur fyrir tilfinningu um að vera metin sem hún sjálf af öðrum.
Karlmenn horfa á konur áður en þeir bregðast við þeim. Það hvernig kona lítur út í augum karlmannsins getur þar af leiðandi haft áhrif á hvernig meðhöndlun hún fær. Hægt er að einfalda þetta með því að segja: karlmenn gera, konur birtast (Men act, women appear). Þetta ákveður ekki aðeins flest sambönd á milli karla og kvenna heldur einnig samband kvenna við sjálfar sig. Áhorfandinn í konunni er karlkyns: konan sem er horft á. Þess vegna breytir hún sér í hlut – einkum og sér í lag sjónrænan hlut: Sjón.
…
Konur eru sýndar á allt annan hátt en karlar – ekki vegna þess að hið kvenlega er öðruvísi heldur en hið karllæga – heldur vegna þess að ávallt er gert ráð fyrir að hinn “fullkomni” áhorfandi sé karlkyns, og ímynd konunnar er hönnuð til að skjalla hann.
sunnudagur, desember 04, 2005
John Berger - langar að lesa meira eftir hann...
Úr “Ways of Seeing” eftir John Berger (lausleg þýðing):
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli