"Varð til fyrir áorkan kvenna" er fyrirsögn á bls 36 í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað er um að 75 ár eru síðan Landspítalinn var tekinn í notkun.
Í fréttinni eru nokkrir nafngreindir menn:
Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins teiknaði húsið og er hans getið 2x.
Guðmundur Thoroddsen var fyrsti yfirlæknir Landspítalans.
Magnús Pétursson er forstjóri.
Ekki ein einasta kona er nafngreind en samt voru það konur sem öfluðu fjár og reistu Landspítalann. Er nokkur furða þó sumir haldi að konur hafi ekki gert neitt merkilegt í gegnum tíðina?
þriðjudagur, desember 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Góður punktur!
Mig langar mikið að segja þér hversu ósammála ég er þér. En mér finnst það eiginlega svona hálfleiðinlegt að vera mótmæla og gagnrýna allt sem þú skrifar. Svo er ég líka kominn í jólaskap ;)
Þó ég sé ósammála flestum skoðunum þínum þá hef ég alltaf gaman af að heyra þær.
Keep up the good work!
Ég er líka í jólaskapi :) en mér finnst samt að Fréttablaðið eigi að nafngreina þær konur sem stóðu fremst í baráttunni fyrir Landsspítalanum - finnst það merkilegra en hver teiknaði húsið og hver var fyrsti forstjórinn...! Tek þó fram að mér fannst flott að Fréttablaðið væri með frétt um þetta. Muna bara að nafngreina líka konurnar næst - eða er það heimtufrekja? ;)
Skil svo ekki af hverju þú segist alltaf vera ósammála mér - hélt þú værir orðinn öfgafemínisti! :)
Öfgafeministi? Nei ég er ennþá að synda á móti straumnum. Ég tapaði þó veðmáli um síðustu helgi og þurfti að klæðast bleiku bindi um hálsinn á meðann jólafagnaði stóð. Þannig að ég er að óðum að færast nær ykkur.
Ég hef samt oft spáð í því hvernig ég væri sem öfgafeministi. Ég held að ég myndi taka svona fótboltastílinn á þetta og t.d hlaupa nakinn með bleika skikkju inn á sýningapall Úngfrú Ísland og öskra KONUR ERU EKKI BARA UMBÚÐIR!!! eða eitthvað svoleiðis. Það myndi sko ná til fólks.
Eins og ég hef lengi sagt - við stöndum ekki undir nafni sem öfgafemínistar. Það öfgafyllsta sem ég hef gert var að gefa strákum tissjú... og mér fannst það frekar prúð aðgerð.
En öfgar eru fyndið fyrirbæri - fyrir þig er næstum öfgafullt að vera með bleikt bindi. Spáðu í ef það væri öfgafullt fyrir mig að vera í blárri peysu...! Come to think of it - það er alls ekki erfitt að vera öfgasinni í samfélagi þar sem boxið er lítið með hörðum hliðum!
En mér finnst ennþá að Fréttablaðið hefði átt að nafngreina konurnar sem voru svo elskulegar að koma Landspítalnum á koppinn!
Guðrún og Sigríður !!!
Beauty contests are controversial phenomena. I appoint a group of those who think such wife shows are a time warp and do not particularly welcome that we Icelanders have acquired our third Miss Home. Our newly crowned beauty queens are now waiting one year to work on charity work, and although I do not like the beauty pageant, I do charity work an important and noble job. The quality of the world is unparalleled and it does not help to help those in pain because of poverty, natural disasters or illness. Charity work is often a selfless contribution by individuals or companies who want to shoulder social responsibility. But sometimes charity is just pure bisness and pursues the purpose of justifying or gaining a positive image of an activity that would otherwise be color blind. In fact, I am quite sure that our good Unnur Birna falls into the first category, as I think she will get little or nothing paid for the job. However, I'm not so sure about the Miss World contestants.
Skrifa ummæli