Mér finnst alltaf gaman þegar unga fólkið er að spá í jafnréttismál. Í dag hitti ég 2 stelpur úr MH sem eru að gera verkefni um jafnréttismál. :)
Mér finnst aftur á móti ekki gaman að þessum skipulagsbreytingum á gatnakerfinu. Ég á frekar erfitt með að komast heim til mín úr miðbænum og oftar en ekki lendi ég óvart vitlausu megin á Hringbrautinni - sem ég kenni afburðalélegum merkingum um.
föstudagur, september 30, 2005
miðvikudagur, september 28, 2005
Forkastanleg vinnubrögð
Neðangreind ályktun er send til dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans í Reykjavík og fjölmiðla.
----------------------------------
Femínistafélag Íslands átelur þau vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að ríkissaksóknari ákvað að sækja ekki til saka þrjá karlmenn sem frömdu hópnauðgun á konu sumarið 2002. Konan kærði nauðgunina umsvifalaust og var framburður hennar trúverðugur samkvæmt upplýsingum lögreglu, sem flutti konuna á Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota. Þrátt fyrir að málsatvik lægju ljós fyrir var rannsókn lögreglunnar svo áfátt að saksóknari féll frá ákæru. Dómsmálaráðherra varð ekki við ósk lögmanns konunnar um að hnekkja þeirri ákvörðun. Málið er áfall fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota og sýnir að réttaröryggi þeirra er ekki tryggt. Þá vekur málið upp alvarlegar efasemdir um vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík og forgangsröðun mála, en fram kom að málinu var ýtt til hliðar vegna annarrar grófrar líkamsárásar. Femínistafélag Íslands beinir því til ríkislögreglustjóra að hlutast til um verklag við rannsóknir þannig að slík mál endurtaki sig ekki. Jafnframt beinir félagið þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hann grípi allra tiltækra aðgerða til að bæta megi vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík og verklag við meðferð sakamála af þessu tagi.
----------------------------------
Femínistafélag Íslands átelur þau vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að ríkissaksóknari ákvað að sækja ekki til saka þrjá karlmenn sem frömdu hópnauðgun á konu sumarið 2002. Konan kærði nauðgunina umsvifalaust og var framburður hennar trúverðugur samkvæmt upplýsingum lögreglu, sem flutti konuna á Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota. Þrátt fyrir að málsatvik lægju ljós fyrir var rannsókn lögreglunnar svo áfátt að saksóknari féll frá ákæru. Dómsmálaráðherra varð ekki við ósk lögmanns konunnar um að hnekkja þeirri ákvörðun. Málið er áfall fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota og sýnir að réttaröryggi þeirra er ekki tryggt. Þá vekur málið upp alvarlegar efasemdir um vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík og forgangsröðun mála, en fram kom að málinu var ýtt til hliðar vegna annarrar grófrar líkamsárásar. Femínistafélag Íslands beinir því til ríkislögreglustjóra að hlutast til um verklag við rannsóknir þannig að slík mál endurtaki sig ekki. Jafnframt beinir félagið þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hann grípi allra tiltækra aðgerða til að bæta megi vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík og verklag við meðferð sakamála af þessu tagi.
Þarfaþing
Það er ekki hægt að sjúga stanslaust upp í nefið í útvarpsviðtölum. Þess vegna væri gott að hafa með sér tissjú ef man fer úr miklum kulda beint í upphitað og fínt stúdíó! Man það næst...
þriðjudagur, september 27, 2005
Börn guðanna
Horfði á myndina Borg guðanna á sunnudaginn. Alltaf að komast að því betur og betur hvað Hollywood myndir eru mikið drasl við hliðina á beittum pólitískum myndum með boðskap. Borg guðanna, Lilya 4ever, Hotel Ruwanda... íranskar myndir koma líka sterkt inn (þó ég muni ekki hvað þær heita!). Þegar ég ber þetta saman við myndir eins og Sahara - sem er óhemju leiðinleg - þá furða ég mig á af hverju videoleigur eru ekki stútfullar af "erlendum" myndum (í merkingunni ekki bandarískum myndum). Skásta Hollywood myndin sem ég hef séð undanfarið er The Interpreter - sem mér fannst reyndar alveg ágæt þannig að Hollywood er ekki vonlaus með öllu.
Er að velta því fyrir mér af hverju við, þ.m.t. ég, sækjum svona mikið í innihaldslausa afþreyingu þegar heimurinn er eins og hann er og okkur endist ekki lífið til að læra allt sem væri gott fyrir okkur að vita? Kannski það sé flótti undan stressi, flótti undan því að vera of upplýst því þekkingu fylgir ábyrgð og meðvitaðir einstaklingar gætu fundið hjá sér knýjandi þörf til að leggja eitthvað til málanna - og kannski er þetta bara vonleysi þar sem fólk upplifir sig ekki geta haft áhrif hvort sem er og því sé betra að flýja...
Ég held að sú afþreying sem við virðumst sækja mest í, m.v. sjónvarpsdagskrá, geri okkur dofin fyrir raunveruleikanum og þau verkefni sem þarf að takast á við. Borg guðanna var því kærkomin tilbreyting.
Er að velta því fyrir mér af hverju við, þ.m.t. ég, sækjum svona mikið í innihaldslausa afþreyingu þegar heimurinn er eins og hann er og okkur endist ekki lífið til að læra allt sem væri gott fyrir okkur að vita? Kannski það sé flótti undan stressi, flótti undan því að vera of upplýst því þekkingu fylgir ábyrgð og meðvitaðir einstaklingar gætu fundið hjá sér knýjandi þörf til að leggja eitthvað til málanna - og kannski er þetta bara vonleysi þar sem fólk upplifir sig ekki geta haft áhrif hvort sem er og því sé betra að flýja...
Ég held að sú afþreying sem við virðumst sækja mest í, m.v. sjónvarpsdagskrá, geri okkur dofin fyrir raunveruleikanum og þau verkefni sem þarf að takast á við. Borg guðanna var því kærkomin tilbreyting.
mánudagur, september 26, 2005
killer instinct og Baugur
Eftir fundinn hjá FKA í síðustu viku er ég í mjög aggressívu skapi. Það sést pínkulítið af því í pistlinum fyrir Viðskiptablaðið á miðvikudaginn. Það eru þó bara smámunir miðað við fyrstu drög... sem voru mun skemmtilegri, beittari og hlaðin killer instinct - sem ég satt best að segja held að fáir karlmenn myndu þola þrátt fyrir að telja þennan skort á killer instinct helsta galla kvenna. Held að þeir ættu að átta sig á að konur skortir ekki killer instinct - við erum bara sífellt að bæla það vegna þess að það er svo mikið á skjön við okkar kvenlegu staðalímynd!
Ég veit ekki hvað ég á að nenna að fylgjast mikið með Baugsmálinu. Mér finnst þetta kostulegt og sýnir það forkveðna að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Mér finnst afar merkilegt hvað þetta er orðið að pólitísku máli og hvernig þetta skiptist í hægri vs vinstri - sem er þróun sem mér líkar ekki. Málið er orðið að 2 málum og það þarf niðurstöðu í báðum. Ég vil gjarnan að það sé komist til botns í pólitísk afskipti af málinu en ég vil líka fá niðurstöðu í dómsmálið sjálft. Hvort sem pólitísk afskipti eru óeðlilega mikil eða ekki þá breytir það því ekki að hugsanlega er um saknæmt atferli að ræða.
Nokkrar spurningar - hvað ef niðurstaðan er:
1. Baugur saklaus - pólitísk afskipti: Nornaveiðar af verstu sort
2. Baukur sekur - pólitísk afskipti: Af hverju þurfti pólitísk afskipti til? Hvernig erum við þá stödd réttarfarslega séð?
3. Engin pólitísk afskipti - Baugur sekur eða saklaus: Kerfið sér um málið - ætti að vera svona.
Einhvern veginn finnst mér þriðji möguleikinn ólíklegur.
Ég veit ekki hvað ég á að nenna að fylgjast mikið með Baugsmálinu. Mér finnst þetta kostulegt og sýnir það forkveðna að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Mér finnst afar merkilegt hvað þetta er orðið að pólitísku máli og hvernig þetta skiptist í hægri vs vinstri - sem er þróun sem mér líkar ekki. Málið er orðið að 2 málum og það þarf niðurstöðu í báðum. Ég vil gjarnan að það sé komist til botns í pólitísk afskipti af málinu en ég vil líka fá niðurstöðu í dómsmálið sjálft. Hvort sem pólitísk afskipti eru óeðlilega mikil eða ekki þá breytir það því ekki að hugsanlega er um saknæmt atferli að ræða.
Nokkrar spurningar - hvað ef niðurstaðan er:
1. Baugur saklaus - pólitísk afskipti: Nornaveiðar af verstu sort
2. Baukur sekur - pólitísk afskipti: Af hverju þurfti pólitísk afskipti til? Hvernig erum við þá stödd réttarfarslega séð?
3. Engin pólitísk afskipti - Baugur sekur eða saklaus: Kerfið sér um málið - ætti að vera svona.
Einhvern veginn finnst mér þriðji möguleikinn ólíklegur.
föstudagur, september 23, 2005
Vandaðir breskir heimildarþættir
Ég yrði ekki hissa þó að þekking manna á killer instinct karlmanna og hlutverkum hellisbúans kæmi úr vönduðum breskum heimildarþáttum, framleiddum af BBC.
... og auðvitað líka frá Allan Pease. Ég varð einu sinni þess vafasama heiðurs aðnjótandi að fá tækifæri til að sækja námskeið hjá gúrúnum. Gafst upp eftir 10 mínútur. Ég var nýbúin að sjá Hellisbúann og nennti ekki aftur.
... og auðvitað líka frá Allan Pease. Ég varð einu sinni þess vafasama heiðurs aðnjótandi að fá tækifæri til að sækja námskeið hjá gúrúnum. Gafst upp eftir 10 mínútur. Ég var nýbúin að sjá Hellisbúann og nennti ekki aftur.
fimmtudagur, september 22, 2005
Hæfastur af öllum
Forstjóri stórfyrirtækis hér í bæ lét út úr sér í pallborði á stórum fundi að karlar hefðu "killer instinct" en konur ekki vegna þess að karlar voru veiðimenn í gamla daga.
Sami forstjóri sagði líka að það gæti vel verið að konur segðust hafa áhuga á stjórnunarstörfum en þegar á hólminn væri komið gugnuðu þær alltaf. Sjálfur hefur hann margoft reynt að ráða konur í stjórnunarstörf, gengið á eftir þeim með grasið í skónum, spurt þær oft, spurt hvort karlarnir þeirra séu ekki samþykkir og reynt allt sem hann gat til að fá þær til að þiggja stöðurnar - en því miður. Þær flúðu bara af hólmi þrátt fyrir að hafa lýst yfir áhuga fyrirfram.
Svo er sagt að valið sé í forstjórastólana eftir hæfni!!!! hahahahahhaaaaaaaa.
Sami forstjóri sagði líka að það gæti vel verið að konur segðust hafa áhuga á stjórnunarstörfum en þegar á hólminn væri komið gugnuðu þær alltaf. Sjálfur hefur hann margoft reynt að ráða konur í stjórnunarstörf, gengið á eftir þeim með grasið í skónum, spurt þær oft, spurt hvort karlarnir þeirra séu ekki samþykkir og reynt allt sem hann gat til að fá þær til að þiggja stöðurnar - en því miður. Þær flúðu bara af hólmi þrátt fyrir að hafa lýst yfir áhuga fyrirfram.
Svo er sagt að valið sé í forstjórastólana eftir hæfni!!!! hahahahahhaaaaaaaa.
þriðjudagur, september 20, 2005
Frumlegheit - eða ekki
Var að sjá auglýsingu í sjónvarpinu um nýjan íslenskan gamanþátt sem heitir Kallakaffi. Hann er um nýskilin hjón Kalla og Möggu sem reka kaffihúsið Kallakaffi.
Auðvitað heitir kaffihúsið eftir honum - Kallakaffi - og þættirnir þar af leiðandi líka eftir honum - Kallakaffi!
Alveg eins og According to Jim, King of Queens, Everybody loves Raymond...
Frumlegt?
Jafnréttissinnað?
Fyrirsjáanlegt?
Hefðbundið?
Auðvitað heitir kaffihúsið eftir honum - Kallakaffi - og þættirnir þar af leiðandi líka eftir honum - Kallakaffi!
Alveg eins og According to Jim, King of Queens, Everybody loves Raymond...
Frumlegt?
Jafnréttissinnað?
Fyrirsjáanlegt?
Hefðbundið?
Leikskólamál
Þetta reyndist verða busy fjölmiðladagur. X-ið í morgun og svo kvöldfréttir á RUV - að tala um ummæli borgarstýru um að reyna ætti að fá konur af atvinnuleysisskrá til að vinna á leikskólum. Í fréttum var haft eftir mér að það væri leiðinlegt að heyra að eingöngu ætti að hvetja konur til starfans - leikskólastarfið væri kvennastétt og það veitti ekki af að fjölga körlum í stéttinni. Svo er auðvitað afar lélegt að ætla að viðhalda þessu sem láglaunastétt... Ég hef auðvitað fleiri skoðanir á málinu heldur en þetta... sem er tilvalið að blogga um:
1. Grípa þarf til langtímaaðgerða til að leysa vanda leikskóla. Það er mikið jafnréttismál að foreldrar eigi dagvistun vísa fyrir börn sín - og líka gott félagslega fyrir börnin að hafa tækifæri til að umgangast og leika við önnur börn. Eins og staðan er í dag þá verða alltaf vandræði þegar ástandið á atvinnumarkaði er gott vegna þess að starfið er láglaunastarf og því ekki eftirsóknarverðasta starf á landinu. Hækka þarf launin og fá fleira fólk - bæði karla og konur til að gerast faglærðir leikskólakennarar - svo börnin fái það besta... og til að framlag kvenna til samfélagsins sé metið að verðleikum - og hvað getur verið verðmætara en að ala upp börnin?
(Líka þarf að leysa þann vanda sem skapast á tímabilinu frá því að fæðingarorlofi lýkur og þangað til börn komast inn á leikskóla - t.d. með því að leysa málefni dagforeldra, bjóða upp á leikskóla fyrir yngri börn, o.fl.)
2. Ok - það þarf líka að grípa til skammtímaaðgerða til að leysa þann vanda sem nú blasir við og ég er alveg til í að vera umburðarlynd gagnvart aðgerðum með fólk á atvinnuleysisskrá, aldraðra og erlent vinnuafl - svo framarlega sem haldið er í hæfniskröfur en planið sé ekki að sturta hverjum sem er inn á leikskóla. En - það verður ekki réttlætanlegt að leita bara að konum - og það er ekki réttlætanlegt að hafa það sem stefnu að hafa stéttina láglaunastétt. Samhliða "ásættanlegum" skammtímaaðgerðum sem samkomulag næst um verða að fylgja langtímaaðgerðir.
Svo er auðvitað líka hægt að hækka launin strax - óþarfi að bíða eftir kjarasamningum - því ferli má flýta ef vilji er fyrir hendi!!! Held að margir leikskólakennarar yrðu glaðir ef þeir fengju óvænta launahækkun fljótlega. :) Og - eitt í viðbót - þá væri kannski hægt að lokka þá faglærðu leikskólakennarar sem hafa hrökklast úr starfi vegna lágra launa aftur inn á leikskólana. Hærri laun leysa margan vandann :)
Þessu innleggi verður breytt reglulega - á meðan ég er að rembast við að koma þessu frá mér á skiljanlegu máli og án þess að verða fyrir réttum eða röngum misskilningi.
1. Grípa þarf til langtímaaðgerða til að leysa vanda leikskóla. Það er mikið jafnréttismál að foreldrar eigi dagvistun vísa fyrir börn sín - og líka gott félagslega fyrir börnin að hafa tækifæri til að umgangast og leika við önnur börn. Eins og staðan er í dag þá verða alltaf vandræði þegar ástandið á atvinnumarkaði er gott vegna þess að starfið er láglaunastarf og því ekki eftirsóknarverðasta starf á landinu. Hækka þarf launin og fá fleira fólk - bæði karla og konur til að gerast faglærðir leikskólakennarar - svo börnin fái það besta... og til að framlag kvenna til samfélagsins sé metið að verðleikum - og hvað getur verið verðmætara en að ala upp börnin?
(Líka þarf að leysa þann vanda sem skapast á tímabilinu frá því að fæðingarorlofi lýkur og þangað til börn komast inn á leikskóla - t.d. með því að leysa málefni dagforeldra, bjóða upp á leikskóla fyrir yngri börn, o.fl.)
2. Ok - það þarf líka að grípa til skammtímaaðgerða til að leysa þann vanda sem nú blasir við og ég er alveg til í að vera umburðarlynd gagnvart aðgerðum með fólk á atvinnuleysisskrá, aldraðra og erlent vinnuafl - svo framarlega sem haldið er í hæfniskröfur en planið sé ekki að sturta hverjum sem er inn á leikskóla. En - það verður ekki réttlætanlegt að leita bara að konum - og það er ekki réttlætanlegt að hafa það sem stefnu að hafa stéttina láglaunastétt. Samhliða "ásættanlegum" skammtímaaðgerðum sem samkomulag næst um verða að fylgja langtímaaðgerðir.
Svo er auðvitað líka hægt að hækka launin strax - óþarfi að bíða eftir kjarasamningum - því ferli má flýta ef vilji er fyrir hendi!!! Held að margir leikskólakennarar yrðu glaðir ef þeir fengju óvænta launahækkun fljótlega. :) Og - eitt í viðbót - þá væri kannski hægt að lokka þá faglærðu leikskólakennarar sem hafa hrökklast úr starfi vegna lágra launa aftur inn á leikskólana. Hærri laun leysa margan vandann :)
Þessu innleggi verður breytt reglulega - á meðan ég er að rembast við að koma þessu frá mér á skiljanlegu máli og án þess að verða fyrir réttum eða röngum misskilningi.
Strákarnir á X-inu
Ég fór í viðtal á X-ið 97,7 í morgun til Gunna og Mána til að tala um nýju siðareglurnar þeirra. Verð að játa að fyrirfram vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Hef ekki hlustað á X-ið undanfarið og bara lifað í þeirri trú að þetta væri sama karlrembustöðin og hún var þegar hún skipulagði "hóprúnkið" á Jóni forseta hér í denn... og sem staðalímyndahópur FÍ gagnrýndi á mjög skemmtilegan hátt - þó ég segi sjálf frá :)
En staðan virðist vera breytt og nú eru strákarnir á X-inu komnir með siðareglur sem kveða á um að kvenfyrirlitning eigi ekki að finnast á stöðinni og þeir ætla að starfa í anda femínískra viðhorfa. Frábært!!!! Viðtalið í morgun var hið skemmtilegasta og við ræddum vítt og breitt um efnið. Tókum t.d. fyrir umræðu um skólabúninga - sem Máni er hlynntur en ég og Gunni ekki. Erum þó öll sammála um vandamálið sem fyrir liggur og að það þurfi að leita lausna á því. Gaman líka að spá í bakgrunninn þeirra - Máni segist hafa verið karlremba en orðið femínisti eftir að hann fór að þjálfa unglingsstelpur í fótbolta. Gunni var alinn upp af rauðsokku og hefur alltaf verið meðvitaður. Ég var einu sinni ómeðvituð - þó ég hafi ekki náð að vera karlremba - þá var ég samt frekar mikið vitlaus í þessum málum - en skánaði mikið upp úr tvítugu...
En allavega - strákarnir á X-inu eiga hrós skilið fyrir siðareglurnar. Ég vona að þeim eigi eftir að ganga vel að framfylgja þeim. Með siðareglunum eru þeir í raun frumkvöðlar og eru að gera eitthvað nýtt. Mér hefur nefnilega alltaf fundist svolítið skrýtið þegar fólk markaðssetur eitthvað á karlrembulegan hátt og telur sig vera að gera eitthvað nýtt - karlremba er ævafornt fyrirbæri og hefur verið iðkuð hér á landi frá upphafi Íslandssögunnar. Aftur á móti höfum við aldrei búið í samfélagi þar sem jafnrétti ríkir og að ná slíku fram væri virkilega eitthvað nýtt - og spennandi.
Mogginn bætir sig
Erlent | AFP | 19.9.2005 | 11:26
10 ára gömul stúlka ól barn í Sviss
10 ára gömul stúlka frá Kamerún ól barn í Valais héraði í suðurhluta Sviss fyrir um mánuði.
Verið er að rannsaka hver faðir barnsins er en upphaflega grunaði yfirvöld að 68 ára gamall kærasti móður stúlkunnar væri ábyrgur. DNA próf leiddi í ljós að hann hafði beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi en að hann væri þó ekki faðir barnsins.
Móðir stúlkunnar flutti með börn sín frá Kamerún til Sviss fyrir nokkru síðan.
******************
Mogginn leiðrétti fréttina! :)
mánudagur, september 19, 2005
Mogginn...
Af mbl.is
Erlent | AFP | 19.9.2005 | 11:26
10 ára gömul stúlka ól barn í Sviss
10 ára gömul stúlka frá Kamerún ól barn í Valais héraði í suðurhluta Sviss fyrir um mánuði síðan. Verið er að rannsaka hver faðir barnsins er, en upphaflega grunaði yfirvöld að 68 ára gamall kærasti móður stúlkunnar væri ábyrgur. DNA próf leiddi í ljós að hann hafði átt í kynferðislegu sambandi við stúlkuna, en að hann væri þó ekki faðir barnsins. Móðir stúlkunnar flutti með börn sín frá Kamerún til Sviss fyrir nokkru síðan.
***************
Þegar jafnrétti ríkir mun ekki vera talað um kynferðsilegt samband við 10 ára gamla stúlku heldur kynferðisofbeldi. Þetta ætti að vera ofureinfalt - en af einhverjum ástæðum eru fjölmiðlar tregir til að læra.
Kökukvöld :-þ
Pabbinn á afmæli í dag. Það þýðir kökukvöld :) Hlakka til!
Dagurinn fór í að skrifa pistil fyrir Viðskiptablaðið - og by the way - pistlarnir mínir munu eftirleiðis birtast í miðvikudagsblaðinu en ekki föstudagsblaðinu.
Pistlaskrifin hafa orðið til þess að ég hef hugsað meira um orð. Orð eru til alls fyrst og oft fer ég óvarlega með orðin - eða átta mig ekki á áhrifum þeirra. Mér finnst oft vandmeðfarið þegar kemur að því að gagnrýna hvernig orða á hlutina. Sum orð eru of óvægin á meðan önnur eru of máttlaus. Hvernig er hægt að vera óvægin á diplómatískan hátt sem fær fólk til að breyta vs það að vera svo dipló að það veiti fólki afsökun fyrir aðgerðarleysi?
Svo er það auðvitað sígilda pælingin um karllægni íslenskrar tungu. Skemmtilegt nokk en einhver setti pælingar um það inn á umræðuvefinn.
Dagurinn fór í að skrifa pistil fyrir Viðskiptablaðið - og by the way - pistlarnir mínir munu eftirleiðis birtast í miðvikudagsblaðinu en ekki föstudagsblaðinu.
Pistlaskrifin hafa orðið til þess að ég hef hugsað meira um orð. Orð eru til alls fyrst og oft fer ég óvarlega með orðin - eða átta mig ekki á áhrifum þeirra. Mér finnst oft vandmeðfarið þegar kemur að því að gagnrýna hvernig orða á hlutina. Sum orð eru of óvægin á meðan önnur eru of máttlaus. Hvernig er hægt að vera óvægin á diplómatískan hátt sem fær fólk til að breyta vs það að vera svo dipló að það veiti fólki afsökun fyrir aðgerðarleysi?
Svo er það auðvitað sígilda pælingin um karllægni íslenskrar tungu. Skemmtilegt nokk en einhver setti pælingar um það inn á umræðuvefinn.
föstudagur, september 16, 2005
ALL MEN ARE...
Bankamál
Pistillinn minn um berbrjósta konuna í boði Íslandsbanka og Sjóvá birtist í Viðskiptablaðinu í dag. :) Er lítið fyrir að þagga málin í hel þó vegurinn á milli þöggunar og söluaukningar sé vandrataður - og nánast ófær.
Vonandi taka bankarnir sig á. Hef eitthvað upp á þá alla að klaga:
Íslandsbanki: berbrjósta hafmeyja á sjávarútvegssýningu
Landsbankinn: gáfu unglingum í vinnuskólanum miða á Snoop - sem verðlaun
Spron: fjármagnar (með auglýsingum) síðu sem dreifir klámi til barna og unglinga. sá einmitt í boði Spron þegar fíll tróð rananum sínum - you know where. ekki smekklegt og ég ætla ekki í Spron
KB banki: "Ég kaupi konur" þó aðrir borgi...
Og þá er auðvitað óupptalið hvernig stöður skiptast á milli karla og kvenna í bönkunum - og launin.
Er virkilega enginn að stofna kvennabanka?
Vonandi taka bankarnir sig á. Hef eitthvað upp á þá alla að klaga:
Íslandsbanki: berbrjósta hafmeyja á sjávarútvegssýningu
Landsbankinn: gáfu unglingum í vinnuskólanum miða á Snoop - sem verðlaun
Spron: fjármagnar (með auglýsingum) síðu sem dreifir klámi til barna og unglinga. sá einmitt í boði Spron þegar fíll tróð rananum sínum - you know where. ekki smekklegt og ég ætla ekki í Spron
KB banki: "Ég kaupi konur" þó aðrir borgi...
Og þá er auðvitað óupptalið hvernig stöður skiptast á milli karla og kvenna í bönkunum - og launin.
Er virkilega enginn að stofna kvennabanka?
fimmtudagur, september 15, 2005
Það er leikur að læra
Er búin að fara í 5 lífsleiknitíma í 2 skólum til að tala um jafnrétti við 9. og 10. bekkinga. Er nokkuð viss um að ég lærði meira á þessu en krakkarnir. Er enn styrkari í þeirri skoðun en áður að það sé bráðnauðsynlegt að fá jafnréttiskennslu inn í námskrá grunnskólana. Mjög mörg þeirra höfðu ekki hugmynd um hvað femínisti er og höfðu lítið pælt í jafnréttismálum. Þau voru ærið misjöfn og það sést greinilega munur eftir bekkjum og eftir hverfum/skólum.
Ég hef heyrt fólk segja aftur og aftur að jafnrétti komi með næstu kynslóð. Á sama tíma gerir fólk sér ekki grein fyrir því að næsta kynslóð er ekki að fá þau tæki og tól sem eru nauðsynleg fyrir jafnrétti. Það eru óhóflegar og óraunsæjar kröfur af fullorðnu fólki að ætlast til þess að krakkarnir komi á jafnrétti þegar eldri kynslóðirnar eru svona tregar til. Þekkingu vantar sárlega. Þau læra ekki um baráttuna sem á undan er gengin, þann árangur sem hefur náðst, stöðuna eins og hún er í dag - og hvað það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun á því sem að okkur er rétt. Á meðan svo er er útilokað að jafnrétti komi með næstu kynslóð. Spuringin er samt kannski hvar á að byrja. Sumir segja að það eigi að byrja að mennta börnin. Ég vil mennta börn og fullorðna samhliða. Það gilda sömu rökin hér og áður voru notuð fyrir menntun kvenna - menntaðar konur eru betur í stakk búnar til að ala börnin sín upp og miðla menntun sinni áfram til þeirra. Foreldrar sem eru menntaðir í jafnréttismálum eru betur í stakk búnir til að miðla áfram til barna sinna og kenna þeim jafnrétti og birtingamyndir kynjamisréttis.
Hagsmunir hverra?
Var að lesa frétt á mbl.is um að tölvuleikjaframleiðendur ætla í mál við stjórnvöld í Michigan vegna laga sem banna að börn undir 17 ára aldri fái tölvuleiki sem innihalda ofbeldi eða kynferðislegar tilvísanir.
Í fyrsta lagi er sorglegt að setja þurfi svona lög og í öðru lagi sýnir þetta vel hvernig markaðurinn hefur oft á tíðum bara eitt markmið að leiðarljósi - að selja - og samfélagsleg markmið þvælast bara fyrir. Þetta er stærsti vandi frjálshyggjunnar að mínu mati. Frelsi án ábyrgðar getur valdið gífurlegum skaða. Ef markmiðið er frelsi þá þarf að vera mjög sterk krafa um ábyrgð og siðferði samhliða. Því miður eru fyrirtæki að sína fram á það aftur og aftur að gróðasjónarmið eru helsti hvatinn og að stundum eru notaðar aðferðir sem ganga þvert á siðferðisleg sjónarmið þeirra sem þau framkvæma - en sá valkostur samt sem áður valinn - til að selja.
Í fyrsta lagi er sorglegt að setja þurfi svona lög og í öðru lagi sýnir þetta vel hvernig markaðurinn hefur oft á tíðum bara eitt markmið að leiðarljósi - að selja - og samfélagsleg markmið þvælast bara fyrir. Þetta er stærsti vandi frjálshyggjunnar að mínu mati. Frelsi án ábyrgðar getur valdið gífurlegum skaða. Ef markmiðið er frelsi þá þarf að vera mjög sterk krafa um ábyrgð og siðferði samhliða. Því miður eru fyrirtæki að sína fram á það aftur og aftur að gróðasjónarmið eru helsti hvatinn og að stundum eru notaðar aðferðir sem ganga þvert á siðferðisleg sjónarmið þeirra sem þau framkvæma - en sá valkostur samt sem áður valinn - til að selja.
miðvikudagur, september 14, 2005
Hey Jay
Þunglyndið búið. Mundi skyndilega eftir Jay Leno frá í gær - og Tyra Banks sem var í heimsókn. Lærði hvernig ég að haga mér næst þegar ég læt taka mynd af mér í ökuskírteinið. Hefði pissað á mig úr hlátri þegar ég sá þetta ef ég hefði ekki verið svona löt... heyyyyy Jayyyyy
Ekki bara betra- heldur miklu betra
Þunglyndið er mætt á svæðið og ég er ekki einu sinni byrjuð á Ellefu mínútum. Kannski er þetta svona fyrirþunglyndaþunglyndi en ég held ekki. Held að þetta sé aðallega frústrering á skilningsleysi samfélagsins á jafnréttismálum. Ekki að furða þó það hafi tekið 30 ár að fá kosningarétt... samt er eins og allir haldi í dag að í gamla daga hafi samfélagið samanstaðið af vondum körlum og góðum konum. Síðan allt í einu einn daginn hafi karlarnir ákveðið að gerast góðir og láta konurnar hafa kosningarétt. Eftir það hafa karlarnir haldist góðir og allt verið í gúddi fíling eftir það. Þess vegna hafi engin þörf verið á Rauðsokkunum heldur hafi þær bara verið pirraðar og frústreraðar kjellingar sem æstu sig út af engu - svona eins og ég!
Ég er enn að velta fyrir mér hvaða stökkbreyting hafi orðið á genum karlmanna fyrir 90 árum og enn að spá í af hverju konur halda að ástandið geti ekki orðið betra... sem mér finnst metnaðarlaus framtíðarsýn. Ég veit að við getum gert betur - og meira að segja miklu betur.
Ég er enn að velta fyrir mér hvaða stökkbreyting hafi orðið á genum karlmanna fyrir 90 árum og enn að spá í af hverju konur halda að ástandið geti ekki orðið betra... sem mér finnst metnaðarlaus framtíðarsýn. Ég veit að við getum gert betur - og meira að segja miklu betur.
mánudagur, september 12, 2005
Mogginn eða Fréttablaðið?
Þoli ekki þessar endalausu súlustaða og veiðiperra auglýsingar í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Er alvarlega að íhuga að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu og segja upp fría Fréttablaðinu bara til að losna við þessa eilífu áminningu um að konur eru söluvara! Það er ekki gaman að byrja daginn á því að lesa um að komin sé ný sending af konum.
Búin að komast að því að Mogginn er með stefnu um að birta ekki auglýsingar frá súlustöðunum :)
Búin að komast að því að Mogginn er með stefnu um að birta ekki auglýsingar frá súlustöðunum :)
Of mikið kaffi...
...veldur hausverk.
Fór í Engjaskóla í morgun og talaði um jafnrétti í Lífsleikni við stelpurnar í 10. bekk. Það var gaman :) Prógrammið mitt víst heldur langt þannig að það er ekki nógu langur tími í umræður - sem eru auðvitað skemmtilegastar.
Held áfram að heimsækja krakkana í Engjaskóla í vikunni.
Fór í Engjaskóla í morgun og talaði um jafnrétti í Lífsleikni við stelpurnar í 10. bekk. Það var gaman :) Prógrammið mitt víst heldur langt þannig að það er ekki nógu langur tími í umræður - sem eru auðvitað skemmtilegastar.
Held áfram að heimsækja krakkana í Engjaskóla í vikunni.
sunnudagur, september 11, 2005
Legkaka
Femíníska hafmeyjan Bjarni Ármannsson bjargaði föstudeginum! Á fastlega von á því að baráttulagið sem samið var á staðnum vinni samkeppnina 24. okt. Spuring hvort ég ætti að reyna að komast í dómnefnd???
Það er töff að vera með leg
stelpur eru með leg
Það er töff að vera með leg
stelpur eru með leg
föstudagur, september 09, 2005
Einhver til í að stofna kvennabanka?
Ég er svo fúl út í Íslandsbanka, bankann MINN, að ég er að springa!!!! Sem betur fer versla ég ekki við Sjóvá svo ég þarf ekkert að spá í að skipta um tryggingafélag. En ég og Íslandsbanki eigum langa sögu saman. Hún byrjaði árið 1987 þegar ég var búin með 2 ár í Verzló. Þá langaði mig að vinna í banka og mest af öllu í Iðnaðarbankanum. Draumurinn rættist og ég fékk sumarvinnu í skráningu í aðalútibúinu við Lækjargötu. Sumarið eftir fékk ég að vera gjaldkeri - og líka sumarið þar á eftir. Þá um áramótin fæddist Íslandsbanki og ég fór út í nám. En ég kom heim á sumrin og hélt áfram að vinna hjá bankanum. Nú í alþjóðadeildinni. Þar var gott að vinna og skemmtilegt fólk. Var þar í 3 sumur - fjórða og fimmta sumarið var ég úti - kom ekki heim nema í stuttar heimsóknir aftur fyrr en náminu var lokið en þá var ég fallinn fyrir tölvugeiranum svo ég fór ekki aftur í bankann. En ég hef verið dyggur viðskiptavinur í öll þessi ár - sem nú teljast vera orðin 18 - og hef alltaf haft sterkar taugar til bankans. Fyrsta bréfið sem ég skrifaði til að kvarta yfir auglýsingu var til Íslandsbanka - vegna þess að mér var annt um að bankinn minn héldi áfram að vera bankinn minn og ég gæti haldið áfram að bera virðingu fyrir honum... sem nú er fokin út í veður og vind.
Þegar Íslandsbanki og Sjóvá bjóða gestum og gangandi á Sjávarútvegssýningunni upp á berbrjósta konu þá er fokið í flest skjól. Er þessi fokking klámvæðing að yfirtaka allt??? Ef að virðingarverð og traust fyrirtæki sjá sér leik á borði að matreiða berbrjósta ungar stelpur ofan í jakkafataklædda karla á sjávarútvegssýningu þá finnst mér það stórt merki um það bakslag sem við erum að ganga í gegnum núna. Og ég þoli ekki bakslög - vil fara áfram en ekki aftur á bak. Bankinn er orðinn eins og þessar ömurlegu bílasýningar í gamla daga með berrassaða stelpu á húddinu.
Frétti af þessum plebbaskap þeirra fljótlega eftir að ég var búin að senda greinina um "berbrjósta konur í boði Sena, FM 957 og Vífilfells" til Viðskiptablaðsins (sem er n.b. í blaðinu í dag). Var nógu "upset" út af því - bjóst ekki við að bankinn MINN yrði næstur á dagskrá.
Er að leita mér að nýjum banka - verst að ég veit ekki um neinn banka sem er með jafnréttismálin í lagi. Fokk eða shit eða eitthvað fallegt og kurteist blót...
Er einhver með skemmtilegar lausnir á málinu?
Þegar Íslandsbanki og Sjóvá bjóða gestum og gangandi á Sjávarútvegssýningunni upp á berbrjósta konu þá er fokið í flest skjól. Er þessi fokking klámvæðing að yfirtaka allt??? Ef að virðingarverð og traust fyrirtæki sjá sér leik á borði að matreiða berbrjósta ungar stelpur ofan í jakkafataklædda karla á sjávarútvegssýningu þá finnst mér það stórt merki um það bakslag sem við erum að ganga í gegnum núna. Og ég þoli ekki bakslög - vil fara áfram en ekki aftur á bak. Bankinn er orðinn eins og þessar ömurlegu bílasýningar í gamla daga með berrassaða stelpu á húddinu.
Frétti af þessum plebbaskap þeirra fljótlega eftir að ég var búin að senda greinina um "berbrjósta konur í boði Sena, FM 957 og Vífilfells" til Viðskiptablaðsins (sem er n.b. í blaðinu í dag). Var nógu "upset" út af því - bjóst ekki við að bankinn MINN yrði næstur á dagskrá.
Er að leita mér að nýjum banka - verst að ég veit ekki um neinn banka sem er með jafnréttismálin í lagi. Fokk eða shit eða eitthvað fallegt og kurteist blót...
Er einhver með skemmtilegar lausnir á málinu?
Auglýsingar og útilokun
Fór á hádegisverðarfund Ímark. Umræðuefnið var hvort að RUV ætti að vera á auglýsingamarkaði eða ekki. Margt áhugavert sem kom fram og fundurinn náði ágætlega að dekka sjónarmið mismunandi hagsmunaaðila.
Ein spurning úr sal varðaði hvort að neytendur ættu að hafa rétt á auglýsingalausu svæði. Ég get að mörgu leyti tekið undir þessa spurningu en samt ekki alveg. Ég t.d. gæti ekki hugsað mér að þurfa að kaupa áskrift að Stöð 2 fyrir tæpar 5þús á mán bara til að geta fylgst með hvernig verið að auglýsa... Aftur á móti þá þoli ég ekki margar af þeim auglýsingum sem miðlarnir birta og finnst að neytendur eigi skilyrðislausan rétt á að vera lausir við. T.d. auglýsingar frá Sóðal í RUV - eða auglýsingar frá súlustöðum í fjölmiðlum yfir höfuð, sérstaklega þeim sem er dreift frítt eða eru á vegum ríkisins. Eins auglýsingar eins og er svo algengt að sjá í Fréttablaðinu um "nýjar stelpur" eða hin og þessi hjálpartæki ástarlífsins, veiðiperrann eða undirfataauglýsingar sem eru eins og klipptar út úr Playboy - og alltaf konur í hlutverki kynlífshjálpartækis. Auglýsingar sem þessar stuða marga og sumt fólk hreinlega forðast auglýsingar eða vissa fjölmiðla út af þessu. Áður en FÍ var stofnað lagði ég mig t.d. sérstaklega fram um að horfa ekki á auglýsingatíma og reyndi að leiða auglýsingar eins mikið hjá mér og ég mögulega gat. Núna aftur á móti les ég, hlusta á og horfi á auglýsingar til að fylgjast með - get ekki barist gegn þessu eða breytt ef ég veit ekki hvað er í gangi.
Algeng rök þeirra sem eru fylgjandi þessum auglýsingum eru þau að þeir sem ekki vilji geti gripið til þeirra ráða sem ég gerði áður - þ.e. hreinlega ekki lesa, hlusta á eða horfa á auglýsingar - eða jafnvel þá miðla sem auglýsa á þennan hátt. Þetta viðhorf hefur þó afleiðingar sem ekki er mikið talað um. Ef að auglýsingar sýna konur í niðurlægjandi ljósi sem gera það að verkum að konur forðast, meðvitað eða ómeðvitað, þá miðla þar sem þær birtast þá er það útilokun úr samfélaginu. Ef að konur geta ekki horft á fréttir eða fylgst með umræðunni þá eru þær útilokaðar frá þjóðfélagsþátttöku á jafnréttisgrundvelli. Valkostirnir í stöðunni eru því báðir súrir - annars vegar að fylgjast með og vera pirruð eða vera óupplýst og taka ekki þátt í samfélaginu. Þöggunarleiðirnar og útilokunarleiðirnar birtast á ýmsa vegu og þetta er til umræðu oft á tíðum í sambandi við atvinnulífið, þ.e. þegar búið er til andrúmsloft á toppnum eða í hefðbundnum karlastörfum sem það óvinveitt konum að þær vilja ekki taka þátt.
Ein spurning úr sal varðaði hvort að neytendur ættu að hafa rétt á auglýsingalausu svæði. Ég get að mörgu leyti tekið undir þessa spurningu en samt ekki alveg. Ég t.d. gæti ekki hugsað mér að þurfa að kaupa áskrift að Stöð 2 fyrir tæpar 5þús á mán bara til að geta fylgst með hvernig verið að auglýsa... Aftur á móti þá þoli ég ekki margar af þeim auglýsingum sem miðlarnir birta og finnst að neytendur eigi skilyrðislausan rétt á að vera lausir við. T.d. auglýsingar frá Sóðal í RUV - eða auglýsingar frá súlustöðum í fjölmiðlum yfir höfuð, sérstaklega þeim sem er dreift frítt eða eru á vegum ríkisins. Eins auglýsingar eins og er svo algengt að sjá í Fréttablaðinu um "nýjar stelpur" eða hin og þessi hjálpartæki ástarlífsins, veiðiperrann eða undirfataauglýsingar sem eru eins og klipptar út úr Playboy - og alltaf konur í hlutverki kynlífshjálpartækis. Auglýsingar sem þessar stuða marga og sumt fólk hreinlega forðast auglýsingar eða vissa fjölmiðla út af þessu. Áður en FÍ var stofnað lagði ég mig t.d. sérstaklega fram um að horfa ekki á auglýsingatíma og reyndi að leiða auglýsingar eins mikið hjá mér og ég mögulega gat. Núna aftur á móti les ég, hlusta á og horfi á auglýsingar til að fylgjast með - get ekki barist gegn þessu eða breytt ef ég veit ekki hvað er í gangi.
Algeng rök þeirra sem eru fylgjandi þessum auglýsingum eru þau að þeir sem ekki vilji geti gripið til þeirra ráða sem ég gerði áður - þ.e. hreinlega ekki lesa, hlusta á eða horfa á auglýsingar - eða jafnvel þá miðla sem auglýsa á þennan hátt. Þetta viðhorf hefur þó afleiðingar sem ekki er mikið talað um. Ef að auglýsingar sýna konur í niðurlægjandi ljósi sem gera það að verkum að konur forðast, meðvitað eða ómeðvitað, þá miðla þar sem þær birtast þá er það útilokun úr samfélaginu. Ef að konur geta ekki horft á fréttir eða fylgst með umræðunni þá eru þær útilokaðar frá þjóðfélagsþátttöku á jafnréttisgrundvelli. Valkostirnir í stöðunni eru því báðir súrir - annars vegar að fylgjast með og vera pirruð eða vera óupplýst og taka ekki þátt í samfélaginu. Þöggunarleiðirnar og útilokunarleiðirnar birtast á ýmsa vegu og þetta er til umræðu oft á tíðum í sambandi við atvinnulífið, þ.e. þegar búið er til andrúmsloft á toppnum eða í hefðbundnum karlastörfum sem það óvinveitt konum að þær vilja ekki taka þátt.
fimmtudagur, september 08, 2005
Langvarandi þunglyndi yfirvofandi
Fékk bæði Alkemistann og Ellefu mínútur á bókasafninu í dag - í þriðju tilraun. Hlakka til að lesa Alkemistann en er byrjuð að plana langvarandi þunglyndi eftir lestur Ellefu mínútna...
miðvikudagur, september 07, 2005
Fyrsta Hittið
Fyrsta Hitt vetrarins var í gærkvöldi. Rætt var um fæðingarorlofsgjöfina. Við ákváðum að fá fyrirlesara sem gætu skoðað löggjöfina og reynsluna af henni út frá mismunandi sjónarhólum þannig að við gætum spáð í hvort einhverju þurfi að breyta og þá hverju. Held að þetta reynist oft á tíðum betur heldur en að stilla ræðumönnum upp sem andstæðingum til að kynna "með og á móti" hliðarnar því þá er erfiðara að komast áfram í umræðunni.
Það var sérstaklega gaman að hlusta á Gyðu Guðjónsdóttur frá Innn. Ekki það að Ingólfur og Gunnar Páll hafi ekki verið fínir - þeir komu með margt áhugavert líka - en Gyða talaði út frá sjónarhóli atvinnurekanda, tengdi þetta við nútímalegan stjórnunarhætti og sá margfalt fleiri kosti heldur en galla við fæðingarorlofið og töku þess. Meðal þess sem hún nefndi var að starfsemi fyrirtækisins ætti að vera sveigjanleg ef þess væri kostur - þá er hægt að stækka eða minnka fyrirtækið, ekki bara eftir markaðsaðstæðum heldur líka starfsmannamálum. Eins talaði hún um ánægðari starfsmenn og að skipuleggja verkferla þannig að enginn starfsmaður væri ómissandi heldur gætu aðrir starfsmenn hlaupið í skarðið. Síðan voru nokkrir kostir sem hún taldi upp sem heyrast sjaldnar. T.d. að kosturinn við fæðingarorlofið er að atvinnurekandinn fær að vita af fjarverunni með 6 mánaða fyrirvara - sem gerir alla skipulagningu auðveldari heldur en ef starfsmaður verður frá að hverfa af völdum veikinda eða annarra orsaka. Einn gallinn sem hún minntist á var að fyrirtækið missir starfsmann en á móti kom sá kostur að fyrirtækið fær starfsmanninn til baka.
Mér fannst þetta flott uppsetning hjá henni - skipulagið og umgjörðin hljómaði þannig að það er borin virðing fyrir starfsmanninum og að hann er metinn sem verðmætur aðili í fyrirtækinu en á sama tíma er gengið þannig frá skipulagi að hann verður ekki ómissandi og honum veittur sveigjanleiki til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta var líka áhugavert í ljósi þess að Innn er lítið fyrirtæki og lítil fyrirtæki hafa oft á tíðum minna svigrúm heldur en stóru fyrirtækin að þessu leyti.
Það var sérstaklega gaman að hlusta á Gyðu Guðjónsdóttur frá Innn. Ekki það að Ingólfur og Gunnar Páll hafi ekki verið fínir - þeir komu með margt áhugavert líka - en Gyða talaði út frá sjónarhóli atvinnurekanda, tengdi þetta við nútímalegan stjórnunarhætti og sá margfalt fleiri kosti heldur en galla við fæðingarorlofið og töku þess. Meðal þess sem hún nefndi var að starfsemi fyrirtækisins ætti að vera sveigjanleg ef þess væri kostur - þá er hægt að stækka eða minnka fyrirtækið, ekki bara eftir markaðsaðstæðum heldur líka starfsmannamálum. Eins talaði hún um ánægðari starfsmenn og að skipuleggja verkferla þannig að enginn starfsmaður væri ómissandi heldur gætu aðrir starfsmenn hlaupið í skarðið. Síðan voru nokkrir kostir sem hún taldi upp sem heyrast sjaldnar. T.d. að kosturinn við fæðingarorlofið er að atvinnurekandinn fær að vita af fjarverunni með 6 mánaða fyrirvara - sem gerir alla skipulagningu auðveldari heldur en ef starfsmaður verður frá að hverfa af völdum veikinda eða annarra orsaka. Einn gallinn sem hún minntist á var að fyrirtækið missir starfsmann en á móti kom sá kostur að fyrirtækið fær starfsmanninn til baka.
Mér fannst þetta flott uppsetning hjá henni - skipulagið og umgjörðin hljómaði þannig að það er borin virðing fyrir starfsmanninum og að hann er metinn sem verðmætur aðili í fyrirtækinu en á sama tíma er gengið þannig frá skipulagi að hann verður ekki ómissandi og honum veittur sveigjanleiki til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta var líka áhugavert í ljósi þess að Innn er lítið fyrirtæki og lítil fyrirtæki hafa oft á tíðum minna svigrúm heldur en stóru fyrirtækin að þessu leyti.
þriðjudagur, september 06, 2005
Fyrsti skóladagurinn
Fyrsti skóladagurinn var í dag - konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Leggst ágætlega í mig svona eftir fyrsta tímann, fyrir utan að ég komst að því í morgun að námskeiðið stendur fram á vör og það getur sett strik í reikninginn varðandi vorönn. Vonast til þess að ég læri eitthvað fróðlegt um kenningar um kvenkyns- og karlkynsstjórendur...
Síðan er fyrsta Hittið í kvöld. Yfirskriftin er "hvað finnst okkur um fæðingarorlofið?". Verður án efa fróðlegt enda fínir fyrirlesarar - Gyða Guðjónsdóttir frá Innn, Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og Gunnar Páll Pálsson frá VR.
Síðan eru grilljón pælingar í gangi. Vildi að ég ætti janfmikið af peningum og pælingum!
En að allt öðru - las um daginn að konur ættu að byrja að bera krem á hálsinn á sér um 25 ára aldur til að fá ekki hrukkur á hálsinn.... mig langar mikið til að vita hvort að svona "meðmæli" byggi á ítarlegum rannsóknum eða hvort þetta sé bara marketing blaður - eða trúarbrögð. Mín reynsla er nefnilega sú að líkaminn sér að mestu leyti sjálfur um húðina - alveg þangað til maður fer að bera á hana krem á hverjum degi - þá verður það svæði háð kreminu og húðin tapar náttúrulegum eiginleikum sínum. Ég ætla því ekkert að byrja að bera krem á hálsinn á mér þó ég sé orðin 35 - tek bara sjensinn á því að hann verði hrukkóttur enda ekkert að hrukkóttum hálsi.
Síðan er fyrsta Hittið í kvöld. Yfirskriftin er "hvað finnst okkur um fæðingarorlofið?". Verður án efa fróðlegt enda fínir fyrirlesarar - Gyða Guðjónsdóttir frá Innn, Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og Gunnar Páll Pálsson frá VR.
Síðan eru grilljón pælingar í gangi. Vildi að ég ætti janfmikið af peningum og pælingum!
En að allt öðru - las um daginn að konur ættu að byrja að bera krem á hálsinn á sér um 25 ára aldur til að fá ekki hrukkur á hálsinn.... mig langar mikið til að vita hvort að svona "meðmæli" byggi á ítarlegum rannsóknum eða hvort þetta sé bara marketing blaður - eða trúarbrögð. Mín reynsla er nefnilega sú að líkaminn sér að mestu leyti sjálfur um húðina - alveg þangað til maður fer að bera á hana krem á hverjum degi - þá verður það svæði háð kreminu og húðin tapar náttúrulegum eiginleikum sínum. Ég ætla því ekkert að byrja að bera krem á hálsinn á mér þó ég sé orðin 35 - tek bara sjensinn á því að hann verði hrukkóttur enda ekkert að hrukkóttum hálsi.
föstudagur, september 02, 2005
Náttúrlegt útlit án fyrirhafnar
Ég las allt um hvernig Teri Hatcher nær fram náttúrlegu útliti í Blaðinu um daginn. Það innifól m.a. rúllur í hárið, vax í hárið, brúnkukrem, púður, kinnalit, varalit og "smokey" augnmálningu.
Sjálf held ég að þetta sé allt of mikil fyrirhöfn - ég lít t.d. náttúrlegust út á morgnana þegar ég er nývöknuð. Ekkert make-up, engar rúllur, ekki einu sinni tannkrem! Er nefnilega á því að náttúrlegt útlit sé náttúrlegt... spurning hvort allt annað sé ekki annaðhvort ónáttúrlegt eða yfirnáttúrulegt? :-o
Sjálf held ég að þetta sé allt of mikil fyrirhöfn - ég lít t.d. náttúrlegust út á morgnana þegar ég er nývöknuð. Ekkert make-up, engar rúllur, ekki einu sinni tannkrem! Er nefnilega á því að náttúrlegt útlit sé náttúrlegt... spurning hvort allt annað sé ekki annaðhvort ónáttúrlegt eða yfirnáttúrulegt? :-o
fimmtudagur, september 01, 2005
I'm so sad I could spring...
Í Fréttablaðinu í dag var auglýsing frá förðunarskólanum Rifka. Módelið á myndinni - ung stelpa, mikið máluð, mjög grönn - var í bol sem á stóð "Stay hungry". Tískuiðnaðurinn hefur verið mjög gagnrýndur fyrir örmjó módel og að ýta undir átraskanir. Ég get ekki betur séð en að þarna sé verið að ýta undir að stelpur borði ekki. Þetta er markaðssetning á átröskunarsjúkdómum - svipað og pro-ana vefsíðurnar sem fengu ítarlega umfjöllun í Birtu um daginn.
Ég þoli ekki svona markaðssetningu - þeir sem framleiða og birta þessa auglýsingu taka enga ábyrgð á afleiðingunum.
Ég þoli ekki svona markaðssetningu - þeir sem framleiða og birta þessa auglýsingu taka enga ábyrgð á afleiðingunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)