þriðjudagur, mars 18, 2008

Andfemínismi - er í lagi að hata femínista?

Karlakvöld Karlahóps Femínistafélags Íslands

*Andfemínismi - er í lagi að hata femínista?*

Grand Rokk
18. mars
kl. 20:00

Í dag, þriðjudag, verður Karlahópur Femínistafélags Íslands með karlakvöld undir yfirskriftinni:

*Andfemínismi - er í lagi að hata
femínista?*

Rætt verður hvernig umræðan í jafnréttismálum hefur þróast undanfarin ár. Fjallað verður um hvernig andúð gegn femínistum birtist í
jafnréttisumræðunni og hvernig hún virðist sífellt verða öfgafyllri í opinberri umræðu. Er þetta eitthvað nýtt? Er umræðan öfgafyllri? Og er allt í lagi að hata femínista? Einnig verður rætt um hvort að þetta sé meinlaust og hvort og þá hvernig eigi að bregðast við þessu.

Erindi flytja:
* Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi,
* Katrín Oddsdóttir
sérfræðingur í mannréttindum og
* Atli Gíslason alþingismaður.


Fundarstýra er Magga Pé.

Karlakvöldið er hluti af 5 ára afmælisdagskrá Femínistafélags Íslands.

Verið velkomin!
Femínistafélag Íslands

Engin ummæli: