Fór á árshátíð á Hótel Glymi um helgina. Það var ljómandi skemmtilegt. Hótelið kom skemmtilega á óvart. Mjög hlýlegt og fallegt. Okkur er sagt að við höfum fengið besta herbergið - hrútakofann #23 - og auðvitað trúum við því þó við höfum ekki séð hin herbergin! Þar er að finna aragrúa af listaverkum af hrútum - flottustu hrútalistaverk sem ég hef séð. Maturinn var góður, tónlistinn á eftir misgóð... ;) en ég held það sé óumdeilt að við stóðum okkur best í dansinum! Dönsuðum allavega lang mest.
Ég lærði eitt nýtt um helgina - málshátt. Eflaust myndi hann sóma sér vel í málsháttardagbók frá Odda. Hann hljómar svona:
„Betra er að vera undirgefinn en yfirgefinn“
mánudagur, mars 31, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli