mánudagur, mars 17, 2008

Dómskerfið

Dómurinn þar sem móður var gert að greiða um 10 m í skaðabætur vegna þess að dóttir hennar skellti hurð á kennara finnst mér afar furðulegt. Ég vona að málinu verði áfrýjað.

Ég er síst á því að bæturnar séu of háar - umræddur kennari var dæmd 25% öryrki út af atvikinu og á bæturnar algjörlega skilið. Hins vegar finnst mér tvennt furðulegt við dóminn:

1. Af hverju dekkar slysatrygging skólans ekki atvikið? Tjón sem kennarar verða fyrir í vinnu ætti að flokkast sem vinnuslys.
2. Fyrst foreldrar eru dregnir til ábyrgðar - Af hverju er móðirin ein ábyrg - á barnið ekki föður?

Ég held það væri ráð að rífa okkar dómskerfi í tætlur og byggja upp á nýtt á nútímalegum grunni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki líklegast að móðirin hafi fullt forræði, faðirinn óþekktur eða látinn eða eitthvað því um líkt?

Mér finnst hinsvegar upphæðin alltof há miðað við t.d það sem þolendur kynferðisofbeldis fá. En það er auðvitað réttara að segja að þolendur kynferðisbrota fá of lítið.

Ég held að dómsvaldið ætti að íhuga hvaða skilaboð það sendir með því að meta líkamlegt tjón svona mikils miðað við andlegt tjón.

katrín anna sagði...

Já - en þetta er ekki alveg svona beinn samanburður. Kennarinn er búin að fara í örorkumat þannig að þarna er verið að reikna inn bæði miska og skerðingu á atvinnutekjum, eða það held ég allavega miðað við mína reynslu af þessu kerfi.

En ég er alveg sammála þér í því að það ætti að meta andlega tjónið vegna kynferðisofbeldis á allt annan hátt en gert er í dag.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er þetta allt annað mál. Er það samt ekki þannig að hægt sé að segja sem svo að þolendur kynferðisofbeldis verði af tekjum? Andlegt mein getur svo sannarlega verið jafn hamlandi í starfi og líkamlegir kvillar. Ætli það sé jafn auðvelt að fá örorkumat vegna andlegs skaða eins og líkamlegs skaða?

Þannig að án þess að gera lítið úr þessu á nokkurn hátt þá finnst mér réttarkerfið gera lítið úr t.d þolendum kynferðisofbeldi með þessum dómi.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
katrín anna sagði...

Jú manuel - það er vel hægt að segja að þolendur kynferðisofbeldis verði af tekjum. Sumir eru með kenningar um það að kynferðisofbeldi sé einn af þeim þáttum sem stuðli að launamun kynjanna (sem einn af fleiri þáttum).

Munurinn er hins vegar sá að viðkomandi kennari er búinn að fara í gegnum örorkumat. Þolendur kynferðisofbeldis fara sumir hverjir í örorkumat síðar á ævinni - en þá er orsökin ekki sögð kynferðisofbeldi heldur einhver af afleiðingunum...

Ég er algjörlega á því að þolendur kynferðisofbeldis eigi að fá mun hærri bætur en þau fá í dag. En það þarf að fara í gegnum annað kerfi heldur en örorkumatskerfið, enda held ég að fáir þolendur myndu vilja láta skrá sig sem öryrkja svona fyrirfram...

nafnlaus - ókurteisum nafnlausum kommentum er eytt.

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu, ég skal vera kurteisari og útskýra þetta á einfaldari máta.

Hvernig gerir það lítið úr þolendum kynferðisafbrota að kona fái 10 milljónir þegar það er búið að úrskurða að það sé sá tekjumissir sem hún þarf að lifa við?

Ég get engan veginn séð hvernig að miskabætur til þolendur kynferðisafbrota ættu að láta þeim líða betur... Þessi hugmynd um að hærri refsingar og hærri peningabætur séu eitthvað betri en núverandi kerfi eru algjörlega ósannaðar og flestir afbrotafræðingar í heimi eru sammála um það að þyngri refsingar og hærri bætur geri lítið annað en að láta þjóðfélaginu líða betur, ekki þeim þolanda sem varð fyrir ofbeldinu