þriðjudagur, mars 25, 2008

Fríblöð og fleira í þeim dúr

Mér skilst að það sé alveg gagnslaust að setja á miða á hurðina hjá sér þar sem á stendur:

Engin fríblöð takk.
Engan auglýsingapóst takk.
Enga reikninga takk.

Á þessu heimili safnast stórir haugar af óumbeðnu efni sem hægt er að nálgast á netinu ef fólk vill. Af hlýst fyrirhöfn, tilkostnaður og drasl. Ég er á því að þeir sem standa að dreifingu fríblaða eigi að bera kostnað af förgun þeirra. Einnig er aumt að á tímum frelsis *LOL* þá sé ekkert frelsi til að hafna!

Engin ummæli: