föstudagur, mars 14, 2008
Hvað er vændi?
Hvað er verið að selja í vændi? Er það aðgangur að líkömum kvenna, kynlíf eða eitthvað allt annað? Ég get ekki kvittað upp á verið sé að selja aðgang að líkömum kvenna eingöngu. Líkami og sál verða aldrei aðskilin. Sálin verður ekki eftir heima á meðan líkaminn er í vændinu. Ég á í sömu vandræðum með kynlífstenginguna. Vændi snýst ekki um að stunda kynlíf með einstaklingum sem fólki langar til að stunda kynlíf með heldur þvert á móti. Vændi snýst um að stunda kynlíf með einstaklingum sem fólki langar ekki til að stunda kynlíf með - þess vegna kemur greiðslan inn í myndina. Þegar einn einstaklingur kaupir sér kynferðislegan aðgang að annarri manneskju sem ekki langar til að stunda kynlíf með honum - hvað flokkast það þá sem? Mín niðurstaða er sú að vændi er í raun sala á kynferðisofbeldi, það er verið að selja nauðgun. Afleiðingarnar eru einmitt svipaðar og í öðru kynferðisofbeldi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það er ómögulegt að skilja sundur líkama og slál. Ég efast um að sálrænar afleiðnigar vændis séu það slæmar nema fyrir eina og eina ofruviðkæma konu. Mér hefur nú bara sjálfum liðið illa eftir að hafa farið í rúmið með konu og voru þær bólfarir ekki tengdar vændi. Mér finnst þú gera kynlíf að svolítið heilögum hlut sem það er alls ekki. Þetta er bara skemmtun, svona eins og skokk eða bandí.
Af hverju eru svona margir sem ekki hafa kjark til að koma fram undir nafni?
Þó þú efist um slæmar afleiðingar vændis þá eru til fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á hið gagnstæða. Vændi hefur hliðstæðar afleiðingar og annað kynferðisofbeldi.
Sæl Katrín.
Ég er ekkert viss um að þú viljir að fólk sé að tjá sig um þessi mál ef það deilir ekki þinni sýn á þau fullkomlega.
Sú tilhneiging þín að gera lítið úr því fólki sem gerir þau mistök gætu átt þátt í að margir velja nafnleysið. En það að formæla vændi er líka með mikinn ljótan stimpil á sér.
Þeir sem ekki vilja skrifa undir að allt vændi sé í eðli sínu hryllingur eru strax stimplaðir sem kúgarar eða vanvitar.
Ég er reyndar á sömu skoðun og þú í málinu, ég vil að vændi sé útrýmt í heiminum.
En það er margt í rökstuðningnum þínum sem er ekki til þess fallið að sannfæra neinn.
Það má umorða hluta þess sem þú segir með þessum hætti:
"Veitingarekstur snýst um að elda fyrir einstaklinga sem fólki langar ekki til að elda fyrir - þess vegna kemur greiðslan inn í myndina. Þegar einn einstaklingur kaupir sér mat af annarri manneskju sem ekki langar til að gefa honum mat - hvað flokkast það þá sem?"
"Sálfræðiþjónusta snýst um að tala við einstaklinga sem fólki langar ekki til að tala við - þess vegna kemur greiðslan inn í myndina. Þegar einn einstaklingur kaupir sér félagslegan aðgang að annarri manneskju sem ekki langar til að eiga samskipti við hann - hvað flokkast það þá sem?"
"Atvinnuglíma snýst um að stunda íþrótt með einstaklingum sem fólki langar ekki til að stunda íþóttir með - þess vegna kemur greiðslan inn í myndina. Þegar einn einstaklingur kaupir sér líkamlegan aðgang að annarri manneskju sem ekki langar til að stunda íþróttir með honum (eða fyrir honum) - hvað flokkast það þá sem?"
Kynferðislega samneytið er það sem aðgreinir þetta frá annarri þjónustu sem gengur kaupum og sölum og gerir þetta varhugavert.
Ekki peningagreiðslan eða viljinn til þess að gera eitthvað fyrir einhvern.
Við getum auðvitað haft mismunandi skoðanir á því af hverju vændi er óæskilegt (jafnvel geta sumir verið ósammála okkur).
Auðvitað er ómögulegt að skilja sundur líkama og sál. Hins vegar er nú ekki eins og vændi sé eina starfið sem er mannskemmandi og hættulegt fyrir líkama og sál. Síðan er slíkt er afar persónubundið.
Athugasemd Ármanns er rétt. Það er eðli flestrar þjónustu í samfélaginu að hún er veitt gegn greiðslu. Það er ekkert athugavert við það.
Síðan finnst mér þetta alveg til skammar hjá þér:
Vændi == "sala á kynferðisofbeldi, það er verið að selja nauðgun"
Þetta er vægast sagt vafasamt. Þú ert að breyta merkingu orða til að koma boðskapi þínum á framfæri. Nauðgun eru kynmök sem knúin eru upp á fólk með ofbeldi. Ef um nauðgun væri að ræða, þá þyrfti tæpast peninga í spilið. Vændi snýst um að afhenda peninga í skiptum fyrir kynlífið. Nauðgun er nauðgun og vændi er vændi. Þegar menn tala um hvort vændi ætti að vera leyfilegt, þá snýst það um hvort fólk megi veita kynlíf gegn greiðslu, ekki um hvort það megi nauðga.
Það er einkennandi fyrir svo marga með pólítískan boðskap sem þeir vilja koma á framfæri, að þeir beita svona skítabrögðum og innihaldslausri retórík til þess að færa máli sínu styrk. E.t.v. virkar þetta á suma. Hins vegar er það óheiðarlegt. Ef þér mislíkar eitthvað og finnst það ógeðslegt, þá skaltu segja það. Ekki beita ódýrum endurskilgreiningarbrögðum til þess að menga orðræðuna.
Virðingarfyllst,
Sveinbjörn
Skrifa ummæli