Hvaða framtíð á Femínistafélag Íslands? 5 ára afmælishitt félagsins er tilvalinn vettvangur til að velta þessu fyrir sér.
Staður: Bertelstofa - Thorvaldsen bar
Stund: 1. apríl kl. 20:00
Dagskrá
Þorgerður Einarsdóttir - ein af ljósmæðrum félagsins, Íris Ellenberger - sigurvegari stuttmyndakeppninnar og Kristín Tómasdóttir hjá Femínísku fréttastofunni ávarpa afmælisbarnið.
Sýnd verður stuttmyndin „Brjótum upp formið“ sem vann stuttmyndakeppnina. Hugmyndabankinn verður á staðnum. Rifjuð verða upp atriði úr starfi félagsins í máli og myndum og að sjálfsögðu verða heitar umræður um hvert beri að stefna.
Leikkonurnar Vala Þórsdóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir flytja okkur femínísk skilaboð frá valinkunnum femínistum.
Veislustýra verður Katrín Anna Guðmundsdóttir fyrrum talskona félagsins.
Hittumst á Hittinu!
**
Og svo er komin ný heimasíða - www.feministinn.is :)
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli