miðvikudagur, apríl 09, 2008
We Are The Champions
Gamli skólinn minn vann meistaratitilinn í körfubolta í Bandaríkjunum! Vann síðast árið 1988 - tveim árum áður en ég hóf nám við skólann. Þegar ég var þar komst skólinn einu sinni í 4 liða úrslit og einu sinni í 8 liða úrslit - en tókst ekki að vinna... Tími til kominn á annan sigur. Frábært! Áfram Jayhawks!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju. Körfuboltabúlla!
Kærar þakkir :) Ég var þó allavega svo heppin að horfa ekki á leikinn - ólíkt einum fyrrum skólafélaga mínum sem horfði á leikinn - og þegar tvær og hálf mínútu voru eftir - og við 9 stigum undir - þá slökkti hann! Missti af bestu tveimur og hálfri mínútu í KU körfuboltasögunni... þegar við jöfnuðum leikinn - og síðan framlengingunni þegar við burstuðum þetta! :)
Já, ég er kannski bara dálítil körfuboltabúlla eftir allt saman ;) Allavega þegar KU vinnur!
Skrifa ummæli