fimmtudagur, apríl 03, 2008

Þotuliðið

Ég er nú ekkert brjálæðislega hrifin af einkaþotum en ég á erfitt með að fordæma nýjasta þotuliðið. Þegar ég var tvítug fannst mér það kostur við starf ef því fylgdu ferðalög.Veit að margt fólk deilir þeirri skoðun með mér á þeim aldri. Hins vegar - þegar á reynir - þegar ferðalögin eru orðinn að veruleika og eru stór hluti af starfinu skipta ansi margir um skoðun. Mikil ferðalög í starfi eru ekki hluti af fríðindum heldur þvert á móti - endalaus þeytingur, að búa í ferðatösku, fjarvera frá fjölskyldu o.s.frv. Þar að auki tekur flug á líkamann. Þó svo að ég hafi varla fundið fyrir því að taka 3 vélar heim frá námi í Bandaríkjunum þá er staðan allt önnur í dag... mörgum árum seinna. Nú tekur flugið sinn toll. Þess vegna skil ég vel að fólk kjósi frekar að nota einkaþotu til að fljúga til Rúmeníu í staðinn fyrir að þurfa að dröslast þetta með millilendingu. Millilending tekur meira á en beint flug og let's face it - ef fólk er á endalausum þeytingi þá er allt í lagi að reyna að gera ferðalögin aðeins þægilegri. Svo framarlega sem einkaþotan verður ekki daglegt brauð og áfangastaðirnir eru í meira en eins flugs fjarlægð og hópurinn nægilega stór og og og... ef aðstæður eru þannig.

Engin ummæli: