Verst er farið með vinnukonurnar, og er sú meðferð þrældómi líkust. Vinnukonum er ekki goldið nema að fjórða parti eða þriðjungi á við vinnumenn, og væri hægt að sanna með reikningi, hvé óréttlátt það er. Þó vinnukona sinni sömu vinnu og jafnmikið og karlmaðurinn er henni goldið meir en helmingi minna.Heimild: Íslandsdætur
Hvergi hér á landi er jafn þrælslega farið með kvenfólk sem í Reykjavík. [...]
Þar eru kvenmenn hafðir í erfiðustu stritvinnu, er einungis er hraustustu karlmanna, og þó þær beri allan daginn sömu þyngd og karlmennirnir, eða beri börur á móti karlmönnum, og vinni því alveg jafnt og þeir, eru þeir, sem vinnuna borga, svo þrællyndir, að þeir gjalda kvenmanninum helmingi minna en karlmanninum.
mánudagur, apríl 14, 2008
Árið 1885
Árið 1885 birtist neðangreint í Fjallkonunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jamm enn er haldið fast í gamlar hefðir...
Jamm... ríghaldið.
Skrifa ummæli