Ég er ein af þeim sem er ekki hrifin af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum þessa dagana. Tek undir með þeim sem hafa sagt að afnema þurfi stimpilgjöld hið fyrsta. Það er reyndar ekki rétt að tala um aðgerðarleysi... það flokkast alveg undir aðgerð að gefa út yfirlýsingu þess efnis að stimpilgjöld fyrir kaup á fyrstu íbúð verði afnumin í júlí og öll stimpilgjöld á kjörtímabilinu - eins og segir í stjórnarsáttmálanum ef mig minnir rétt. Með þessari „aðgerð“ er í raun verið að frysta fasteignamarkaðinn. Fólki munar um stimpilgjöldin. Þarna er verið að bæta gráu ofan á svart. Fasteignaverð mun fara lækkandi en með þessu þá er hætt við að hann bókstaflega hrynji.
Nú er líka að koma betur og betur í ljós hversu gallað okkar blessaða kerfi er. Nú situr í Davíð í Seðlabankanum að díla við afleiðingar af ákvörðunum sem hann tók og studdi sem forsætisráðherra. Burtséð frá því hversu hæfur eða óhæfur Davíð er, þá á þetta hreinlega ekki að líðast.
ps. óska svo kennurum til hamingju með nýgerða kjarasamninga :) Loksins.
þriðjudagur, apríl 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli