föstudagur, janúar 19, 2007
Í tilefni dagsins
Hvaða merkingu hefur þetta val og af hverju er ríkisfjölmiðill að standa fyrir svona kosningu? Öðrum þræðinum er þessi dagur hlaðinn rómantískum blæ þar sem gert er út á að konur geri eitthvað sætt fyrir maka sína. Ég velti fyrir mér hversu mörgum karlmönnum finnst það sætt ef konan þeirra tekur á móti þeim eftir langan vinnudag og segir að hún hafi nú mikið velt fyrir sér allan daginn hvaða karlmaður henni þætti kynþokkafyllstur og loks hefði hún komist að þeirri niðurstöðu að það væri Gísli Örn, eða hver það er sem er flavor of the day, svo hún hefði hringt í Rás 2 og kosið hann... Smelli svo á karlinn léttum kossi og rétti honum blómvönd eða súkkulaðikassa! Jamm allt blússandi í rómantík - sérstaklega þegar haft er í huga hvað það þýðir að vera kynþokkafullur. Til fullt af klúrum orðum til að lýsa því (sem ég ætla ekki að telja upp því ég er svo siðprúð... ) en orðið hefur kynferðislega merkingu. Þessi árátta að meta fólk út frá útliti, ríðileika og þess háttar smellpassar inn í klámvæðinguna, hlutgervinguna, stjörnudýrkunina... Væri ekki ráð fyrir Rás 2 að láta af þessum sið og fókusa meira á rómantíkina, ástina og virðinguna í tilefni dagsins? Ég væri sátt við það.
Á þessum síðustu og verstu
Á miðvikudaginn fór ég á verðlaunaafhendingu FKA. Þar voru frábærar konur heiðraðar. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs hlaut aðalverðlaunin, Guðbjörg Glóð hjá Fylgifiskum fékk hvatningarverðlaun og Guðrún Erlends fyrrverandi hæstaréttardómari hlaut þakkarverðlun. Einnig var Atorka verðlaunað fyrir að vera með konur í 4 af 5 framkvæmdastjórastöðum. Verðlaunahafarnir héldu ræður og þær voru allar dúndur femínískar, allavega hjá konunum. Samkoma hjá Femínistafélaginu hefði ekki getað leitt af sér femínískari ræður og ég varð svo happy að ég datt í það! Á miðvikudegi...
Framboð Höllu til formanns KSÍ er annað sem full ástæða er til að gleðjast sérstaklega yfir.
En svo kemur það leiðinlega - og það er mjög leiðinlegt. Iceland Express auglýsir ferðir til Amsterdam og sölupunkturinn hjá þeim er að þar sé hægt að kaupa vændiskonur og dóp. Þetta gerist ekki öllu verra. Toppar meira að segja Ölgerðina. Vændi er löglegt í Hollandi. Það hefur ekki dregið úr vændi eða mansali heldur þvert á móti og stjórnvöld þar hafa sagt að eitthvað hafi klikkað í ferlinu. Við lifum á tímum mesta þrælahalds í sögu mannkyns en talið er að 27 milljónir manna séu í þrælahaldi á okkar tímum. Stór hluti þeirra eru konur og börn - mörg hver seld til kynlífsþrælkunar. Mig bókstaflega langar til að gubba þegar ég sé fyrirtæki auglýsa ferðir fyrir karlmenn til að níðast á konum á versta hugsanlega máta. Það versta er að ég hef ekki mikla trú á að karlar landsins taki sig til og stoppi þetta. Ég á von á því að það verði konurnar sem muni leiða þessa baráttu - nú sem endranær.
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Alltaf í boltanum
Nú mun án efa margt breytast í boltanum!!!
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Stéttskipting kynferðisbrotaglæpamanna
Núna er frétt inn á RUV um auðugan kaupsýslumann í Indlandi sem misnotaði börn og gróf þau í garðinum hjá sér. Lögreglan handtók manninn fyrir nokkrum árum en sleppti honum vegna þess að hann greiddi þeim væna peningafúlgu. Það þarf vart að taka það fram að börnin komu úr fátækum fjölskyldum og lögreglan hefur árum saman hunsað fátæka foreldra týndra barna.
Aðgerðir og viðbrögð gegn kynbundnu ofbeldi eru ekki bara háð kyni heldur líka stétt. Á ráðstefnunni Frá konum til karla sem Stígamót, Bríet og Karlahópur Femínistafélagsins stóðu fyrir í 16 daga átakinu var sálfræðingur sem unnið hefur með kynferðisbrotamönnum meðal fyrirlesara. Hann vitnaði í rannsóknir sem drógu upp ákveðna mynd af hinum týpíska kynferðisbrotamanni - hinum dæmda kynferðisbrotaglæpamanni, réttara sagt. Þessar niðurstöður voru þvert á reynslu samtaka sem unnið hafa með þolendum kynferðisglæpa - þeirra reynsla er að kynferðisbrotaglæpamenn eru alls konar og af öllum stigum þjóðfélagsins. Spurningin sem vaknar þá upp er hvort það geti ekki verið að aðeins ákveðin tegund kynferðisglæpamanna séu líklegir til að hljóta dóm? Með öðrum orðum að dómskerfið sé stéttskipt að þessu leytinu til þannig að þeir sem uppfylla staðalmyndir dómara af kynferðisbrotaglæpum séu líklegri til að vera dæmdir heldur en mikilsmetandi menn í þjóðfélaginu?
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Skemmtileg aðgerð
Í fréttum er þetta helst
Annars er helst að frétta að ég pistillinn minn í Viðskiptablaðinu á morgun er um hvað konur skortir til að komast til áhrifa í viðskiptalífinu...
Framtíðarlandið að gera góða hluti
mánudagur, janúar 15, 2007
Og það var plús
Þetta var inn á heimasíðu FKA - skilst þetta hafi birst í Mogganum í dag líka. Greinin er eftir Þórólf Árnason. Einn plús fyrir hann!
Mánudagur 15. janúar 2007 |
Koma svo, strákar |
NÁMSTEFNAN „Virkjum kraft kvenna“ var haldin fimmtudaginn 11. janúar síðastliðinn. Að henni stóðu Félag kvenna í atvinnurekstri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins. Umfjöllunarefnið var konur sem stjórnendur. Námstefnan var frábært framtak og vafalaust öllum nærstöddum til mikils gagns. Leitt var þó að sjá hversu fáir karlmenn sáu ástæðu til að mæta, en af um 400 þátttakendum vorum við aðeins um 20 karlarnir. Í tilefni af námstefnunni skal sú skoðun undirritaðs viðruð að þeir stjórnendur sem láta launamisrétti kynja viðgangast og nýta ekki hæfileika kvenna eru beinlínis að gera sínum vinnustað ógagn. Já, þetta er mín skoðun. Konur eru stórlega vanmetnar þegar kemur að stjórnunarstörfum. Aukin áhrif og völd kvenna í fyrirtækjum og stofnunum sem ég hef komið nálægt hafa skilað góðum árangri í bættri afkomu og betri stjórn á verkefnum. Það hefur sýnt sig vera árangursríkt. Vinnumarkaðurinn sem heild þarf að bregðast hart við í þessu máli því mikil verðmæti fara til spillis við það að konur eru ekki leiddar til áhrifa og valda í réttu samhengi við hæfileika þeirra sem stjórnenda. Að sjálfsögðu eiga konur líka að gefa sig fram og taka þessari áskorun. En það er ekki nóg að auka almennt hvatningu til kvenna um að sækjast eftir stjórnunarstörfum. Þeir sem hafa ákvörðunarvald í viðskiptalífinu og opinberri stjórnsýslu, oftast karlmenn, eiga að veita konum stöðuhækkanir í mun meira mæli. Koma svo, strákar: Tala minna, gera meira.
Morgunblaðið 15. janúar 2007 |
Stuðnings- og baráttukveðjur
Samfélag heyrnalausra á mikið hrós skilið fyrir að rannsaka þetta mál og gera opinbert. Þó að sársaukinn við að takast á við málið sé mikill þá er það samt betri leið en að láta eins og ekkert sé og láta hvern einstakling um að vinna úr sínum málum.
9 mánaða fangelsi fyrir að ljúga
Dómskerfið á Íslandi leggur að jöfnu þegar konur ljúga og þegar karlar ráðast á konur og reyna að kyrkja þær. Dómskerfinu þykir líka alvarlegra þegar kona lýgur en þegar karlmaður á heilan haug af grófu barnaklámi.
Er það skrýtið að mér sé illa við dómskerfið? Því virðist vera til alls trúandi - nema að taka á kynferðisbrotum á réttlátan og sanngjarnan hátt!
2 millur dugðu ekki fyrir þingsæti
1. Valgerður Sverrisdóttir - 301 atkvæði
Mér fannst afar merkilegt að fréttir á Stöð 2 minntust ekki orði á gengi Hjörleifs í kosningunni en áður höfðu þau fjallað um málið 2 kvöld í röð og gert því töluvert góð skil. RUV minntist ekki á málið yfir höfuð. Ég er ennþá steinhissa á þessu litla fjaðrafoki í kringum málið. Þykir það ekki saga til næsta bæjar ef gerð er tilraun til að kaupa þingsæti? Eftir á að hyggja er fréttin í þessu tilfelli þögnin!
Börnin eiga líka að púla
Fréttakonan hjá RUV stóð sig vel í fréttum þegar hún spurði Björn í World Class hvort að þetta myndi ekki bara ýta undir útlitsdýrkun hjá börnum og auka hættuna á megrun og átröskun hjá þeim. Ég held nefnilega að það sé akkúrat málið. Án þess að gera lítið úr mikilvægi hreyfingar þá er eitthvað bogið við að senda börn á líkamsræktarstöð svo þau geti hamast á hlaupabraut og í tækjum. Þá er þetta orðið vinna en ekki leikur - og sú vinna getur alveg beðið þangað til þau eru orðin stærri. Boðskapurinn hjá Birni var sá sami og dynur á fullorðna fólki - offita. Þetta er sem sagt enn eitt innleggið í að útmála fituna sem það versta sem til er í þessum heimi og byrja nógu snemma að láta börnin berjast gegn þessum hræðilega óvini. Ég segi bara enn og aftur - það er ekki hollt. Ef börn hreyfa sig ekki nóg og borða of óhollan mat þá er lausnin að láta þau borða hollari mat og fara út að leika... Flóknara þarf það ekki að vera.
Annars bíð ég spennt eftir auglýsingum frá World Class þar sem okkur er sagt hversu auðvelt það sé að skella sér í ræktina núna því hægt sé að kippa krökkunum með og henda þeim inn í gymið fyrir börn á meðan...
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Þingsæti á 2 millur
Í mínum bókum heitir þetta mútur. Það athyglisverða er að sérfræðingurinn sem rætt var við í fréttum þorði ekki að taka sterkar til máls en að segja að þetta væri á gráu svæði... Ég er svo búin að bíða spennt eftir viðbrögðum frá Framsókn í dag. Eitthvað hljóta þau nú að segja... Ég sé að Björn Ingi er búinn að blogga um málið en hann kallar þetta verulega vonda hugmynd. Á að láta þar við sitja? Ég trúi ekki að Framsókn gangi til prófkjörs með þetta "kosningaloforð" í loftinu. Þetta á að taka fyrir - flokkurinn getur ekki verið þekktur fyrir það að hægt sé að kaupa sér þingsæti fyrir skitnar 2 millur! Framsókn er núna með 4 þingmenn í kjördæminu. Þar fyrir utan - vill Framsókn fá mann á þing sem ekki sér að tveggja milljón króna greiðsla fyrir þingsæti er mútur?
Það skýrist alltaf betur og betur hvers vegna sagt er að það sé svona lítil spilling á Íslandi - hér er spillingin framkvæmd fyrir opnum tjöldum og kölluð frelsi til að gera það sem manni sýnist...
ps. Ég sé að Silja er heldur ekki hrifin.
Tímamótasamningur tveggja kvenna
Jón Sigurðsson og Tryggvi Þór Herbertsson voru vottar að samningnum svo þeir sátu við háborðið líka. Þar var einnig formaður stúdentaráðs, held hann heitir Sigurður Freyr. Það var athyglisvert að sjá að eftir undirritunina tókust allir í hendurnar - konurnar kysstust og þær kysstu karlana líka. Karlarnir létu sér nægja að kyssa konurnar en tóku bara í hendurnar á hvorum öðrum. Þetta er eitthvað sem mér finnst að megi alveg mega breyta - strákar mega alveg kyssa hvorn annan á kinnina. Svo er annar valmöguleiki að allir takist bara í hendur en sleppi kossaflensinu.
En bottom line - það var góð stemning í hátíðarsalnum í hádeginu!
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Afmælisbörn dagsins
Guðfríður Lilja
Nonni frændi
Ég
Get ekki að því gert en mér finnst alltaf gaman að eiga afmæli :) Óska öllum afmælisbörnum nær og fjær til hamingju með daginn.
Vanhæfir dómarar - enn eina ferðina
mánudagur, janúar 08, 2007
Hann sagði
Simon Bolivar (1783-1830)
Hitt 9. janúar
*************
Við verðum á menningarlegu nótunum á fyrsta hitti ársins og skoðum listir og menningu með kynjagleraugum.
Hlín Agnarsdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir, Sólborg Erla Ingadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
ætla að ræða um stöðu kvenna og femínisma í íslensku listalífi.
Staður og stund:
Þriðjudagurinn 9. janúar 2007
Thorvaldsen bar
kl. 20 - 22
Aðgangur ókeypis
Bara fyrir nafnlausa
60
Sko - fitan er ekki óvinurinn...
Síðast uppfært: 08.01.2007 16:08
Nýmjólk minna fitandi en léttmjólk
Konur sem vilja halda sér grönnum ættu að borða feita osta ef marka má niðurstöður sænskrar rannsóknar. Feitir ostar og nýmjólk eru minna fitandi en fituskertar mjólkurafurðir. Mest fitandi er þó að borða ekki osta og mjólk.
Þetta sýnir ný rannsókn frá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Rannsóknin nær til kvenna sem ýmist hafa drukkið mjólk og borðað osta árum saman eða sleppt því. Niðurstaðan var sú að konur sem daglega drukku eitt glas af nýmjólk fitnuðu 15% minna á sama fæði en konur sem slepptu mjólkinni. Feitu ostarnir voru enn betri því konur sem borðuðu daglegan skammt af feitum osti, léttust eða þyngdust 30% minna en þær sem ekki gerðu það.
Alisjia Wolk, prófessor við Karolínsku stofnunina, segir við norska blaðið Aftenposten að niðurstaðan hafi komið á óvart en hún sé byggð á 20 ára rannsóknum og kortlagningu á neysluvenjum nærri 20.000 kvenna allt frá árinu 1987. Prófessorinn segir liggja beint við að álykta svo að efnasamsetning mjólkurafurða sé ástæðan og samspil kalsíum og annarra grunnefna í mjólk og ostum.
*******
Verst finnst mér að undanfarið höfum við skötuhjúin keypt nýmjólk í staðinn fyrir léttmjólk út í kaffið... nú finnst mér eiginlega að ég þurfi alltaf að kaupa léttmjólk svo fólk haldi ekki að ég sé í megrun! Ástæðan fyrir því að ég hef frekar viljað nýmjólk undanfarið er eftir að hafa lesið að börn undir 5 ára aldri eigi bara að fá nýmjólk vegna þess að um leið og mjólkin er fituskert eru vítamínin tekin í burtu. Þar sem mjólkurneysla hér á bæ er í lágmarki er fínt að fá vítamínin með!
sunnudagur, janúar 07, 2007
Fyndnasta frétt ársins
RUV
Fyrst birt: 07.01.2007 19:29
Síðast uppfært: 07.01.2007 20:02
„Fregnir af andláti mínu stórlega ýktar“
Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar segir kona sem lenti í því á dögunum að þurfa að lesa minningargrein með mynd af sjálfri sér.
Konan, Anna Ingólfsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík, opnaði Morgunblaðið í rólegheitum síðastliðinn þriðjudag. Í ljós kom að myndavíxl höfðu orðið varðandi minningargrein um konu sem lést á níræðisaldri síðastliðið sumar og mynd af Önnu birt með greininni. Myndin var tekin síðastliðið haust af því tilefni að Anna er fyrst kvenna til að verða prófessor í tölvunarfræði.
Réttur titill
"Ölgerðin býður stelpum greiðslu fyrir að taka þátt í kynlífsathöfnum"
Slefandi plebbar
Aðeins um Ölgerðina:
Í stjórn Ölgerðarinnar sitja 3 karlmenn og engin kona.
Forstöðumenn 7 sviða Ölgerðarinnar eru 6 karlmenn og 1 kona.
Forstjóri er karl.
Starfsmenn eru 124. Þar af eru 22 konur og 102 karl.
Tölvuleikir
Það er sagt að hernaðarhyggja, nýfrjálshyggja og bókstarfstrú séu helstu ógnir við jafnrétti í heiminum í dag. Ég vil bæta ofbeldisdýrkun og klámvæðingu við listann. Við erum núna að upplifa bakslag og mín spá er að það eigi eftir að aukast enn meira. Sérstaklega hef ég áhyggjur af aukningu ofbeldis gegn konum og börnum. Ég held að miðað við samfélagslegt gildismat sé aukning óhjákvæmileg - enda trúi ég ekki á að ofbeldi sé innbyggt í eðli mannsins á þann hátt að magn ofbeldis í heiminum verði alltaf það sama. Ég er á því að samfélagslegt umhverfi hafi mikil áhrif á hversu mikið ofbeldi er. Núna er stemninginn þannig að mannkynið heldur að það sé miklu betur gefið og betur innrætt en allar kynslóðir sem á undan hafi komið og allt sé leyfilegt því við höfum lært svo mikið á klúðri þeirra sem á undan hafi gengið... Auk þess eigum við miklu meira af græjum, dóti, stórvirkum vinnuvélum og gereyðingarvopnum. Þess vegna munu stærstu og mestu mistök mannkynssögunnar verða gerð á okkar tímum - give or take 100 ár.
laugardagur, janúar 06, 2007
Kosningabaráttan
Annars er áhugavert að velta fyrir sér hvernig kosningabarátta fer fram. Á tíðum vill hún einkennast af skítkasti, að rakka andstæðinginn niður og upphefja sjálfan sig. Slíkar aðferðir ganga þvert á uppeldi kvenna og ég veit að margar konur eru afhuga pólitík vegna þess að þeim líkar þessi kúltúr engan veginn. Hvort á nú að breyta uppeldinu eða kosningabaráttunni til að jafna hlut kynjanna í pólitík - og þar með lýðræðinu?
My 2 cents
En hér koma my 2 sent í bili:
1. Kryddsíldin var í boði Alcan. Áðan var Nokia New Year's party í sjónvarpinu. Sýndist þetta vera tónleikar frá fleiri en einum stað í heiminum... Svona er lífið okkar - ekkert sjálfstæði heldur gerum við allt og fáum allt í boði stórfyrirtækja. Þar eru völdin. Alcan bauð til að mynda ekki bara upp á Kryddsíldina - mútur og hótanir virðast vera upp á pallborðinu þar þessa dagana. Hótun þeirra um að álverið sé of lítið athyglisvert í ljósi þess að álverið á Reyðarfirði er minna. Hvað er langt þangað til þaðan koma sömu hótanir? Það verður jafnvel enn erfiðara að standa á móti þar en í Hafnarfirði því fleiri valkostir um atvinnu eru í boði á höfuðborgarsvæðinu.
Þó svo að við höfum völdin að nafninu til sem neytendur þá erum við svo smá eitt og eitt út af fyrir sig að við skiptum ekki máli og erfitt að finna samtakamáttinn. Íslendingar boycotta t.d. sjaldnast neitt saman. Samt er ekkert erfitt að boycotta og væri enn betra ef við tækjum okkur saman um að boycotta ákveðna vöru eða þjónustu sem brýtur gegn réttlætiskennd okkar af og til. Það var t.d. ekkert mál að lifa af jólin og áramótin án jólablandsins. Á jólunum fékk ég þennan fína Ginger Life drykk - sem er rosalega góður og hollari en jólablandið. Á áramótunum féll Kveðusafinn ekki eins vel í kramið - en rauðvín, vatn og freyðivín dugði ljómandi vel og það var ekki einu sinnu pínku löngun í jólabland frá "assman" og co.
2. Er mjög svo á báðum áttum út af litlu þroskaheftu stúlkunni sem er sett í massaskurðaðgerir og hormónameðferð til að koma í veg fyrir að hún stækki. Að grunninum til finnst mér þetta verulega ógeðfellt - að vera með svona meiriháttar inngrip sem er ekki tengt heilsufarsástæðum heldur til að gera líf umönnunaraðila auðveldara. Hins vegar skil ég vel það sjónarmið að það skiptir máli að það sé auðvelt að annast hana. Hvað ef t.d. foreldrar eru bakveikir - eða verða bakveikir á að lyfta henni þegar hún er orðin stærri og þyngri? Skiljanlega er auðveldara að annast hana þegar hún er lítil og létt - og jafnvel gerlegt fyrir 1 á meðan slíkt er ekki sjálfgefið fyrir manneskju í fullri stærð. Þroskahjálp sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Mig langar alveg til að taka undir það... en ég er líka alltaf meðvirk með umönnunaraðilum - það er rosalega margar siðferðislegar spurningar í kringum svona mál. Í gamla daga hefði einstaklingur með sömu fötlun varla lifað lengi. Með nútímalæknavísindum, virðingu fyrir mannslífum og skyldum foreldra til að annast börn sín þýðir þetta heavy duty umönnun í áratugi. Í meirihluta tilfella er það mamman sem tekur að sér það hlutverk. Ég man eftir mynd sem ég sá fyrir nokkrum árum. Man ekki hvað hún heitir en hún var austurlensk. Minnir að aðalsöguhetjan hafi verið munkur - sem giftist og yfirgaf síðan konuna sína eftir að hafa haldið fram hjá henni. Hún birtist honum síðan í lokin og sagði að hann hefði getað valið um að fara frá henni og börnunum og sagði að hún hefði aldrei haft þetta val. Hana hefði stundum langað til að labba bara í burtu en kona getur ekki farið frá börnunum. Val hennar er sem sagt minna. Nú er ég ekki að segja að foreldrum langi til að yfirgefa börnin sín - en sumum langar til þess að losna undan ábyrðginni og skyldunum og þá er klárt mál að það er samfélagaslega viðurkenndarar fyrir karla en konur. Á móti kemur að mæðrarétturinn er sterkari - sem kemur mörgum konum vel.
Allavega - mér finnst þetta ekki klippt og skorið.
miðvikudagur, janúar 03, 2007
Kona til sölu?
Svo er auðvitað sérlega gaman að segja frá því að stöllurnar 3 sem skrifuðu greinina voru allar nemendur í námskeiðinu sem ég kenndi í fyrir jól :)
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Ertu að spá í megrun eftir jólasukkið?
Ef nei - sjúkkit...
Heilsuspillandi barátta
Það er til siðs að borða yfir sig á jólunum, fá samviskubit eftir jólin og byrja strax að plana megrun. Líkamsræktarstöðvarnar taka þátt og bjóða alls kyns tilboð á nýju ári og reglulega birtast fréttir um það sem sagt er vera mesta ógn hins vestræna heims – offituna. Okkur er sagt að fitan sé eitthvað sem við eigum að óttast og grípa til allra tiltækra ráða til að gera hana brottræka úr samfélaginu. Ég vil hins vegar beina sjónum frá fitunni á þeirri forsendu að sú umræða og forvarnir sem gripið er til séu óheilsusamlegar. Þau skilaboð að fitan sé slæm gera fátt annað en að búa til fordóma og óhóflegan þrýsting á fólk að vera ofurgrannt.
Með þessu er ég ekki að segja að það sem er að gerast í hinum vestræna heim varðandi óhollustu og tilheyrandi sjúkdóma sé ekki vandamál. Það er eitthvað að gerast hér sem við þurfum að berjast gegn. Með því að einblína á fituna sem óvin leysum við hins vegar ekki vandamálið heldur búum til nýtt. Höfuðáherslan hjá mörgum verður að losna við fituna með öllum tiltækum ráðum. Gallinn við fituna er að hún er sýnileg og þar með heldur fólk að það sé komið með mælikvarða á heilbrigði. Saman-sem-merki er sett á milli þess að vera grannur og heilsuhraustur og að sama skapi eru aukakíló og heilsuleysi sett undir sama hatt. Þessi mælikvarði er hins vegar ekki marktækur en verður mörgum leiðarljós.
Baráttan gegn fitunni leiðir til alls kyns óhollustu. Meðal afleiðinga eru sífelldir megrunarkúrar, átröskunarsjúkdómar og matur verður að óvini sem er elskaður og hataður til skiptis. Konur verða sérstaklega illa úti varðandi fitufordómana þar sem kynþokki þeirra er mældur út frá stífum útlitsstöðlum þar sem viðmiðið er svo strangt að konur í kjörþyngd eru oft á tíðum álitnar of þungar. Baráttan við fituna verður ærið vonlaus þegar markmiðin eru ekki einu sinni raunhæf.
Samspilið á milli fitufordóma, staðalímynda, heilsu og baráttunnar gegn offitu er flókið. Það er samt hægt að draga þá ályktun að baráttan fyrir grennri heimi sé heilsuspillandi því kílóafjöldi er ekki mælikvarði á heilsu.
mánudagur, janúar 01, 2007
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
femínisti
Femínistar máluðu bæinn bleikan þegar 91 ár var liðið frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Katrín Anna fór þar fyrir flokki, femínisti af lífi og sál og óþreytandi í baráttunni. Sögð hamhleypa til allra verka og drífur fólk með sér. Sögð skarpgreind og skipulögð... en þrjósk. Og hefur gaman að matseld og bakstri, húsmóðir góð sem er fyrir útivist."