Kristín Ástgeirs hnippti í mig í dag og spurði hvort ég ætlaði ekki að koma á undirritun samnings um menntun og rannsóknir í hátíðarsal HÍ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor komu samningnum á koppinn og undirrituðu hann í dag. Ég var afskaplega glöð eftir á að Kristín skyldi hafa hnippt í mig og ég farið. Það var mjög gaman að sjá 2 konur vera í forsvari fyrir og skrifa undir svona stóran og mikilvægan samning. Þarna sást glöggt hvað það skiptir miklu máli að hafa konur í áhrifastöðum - þær bæði afrekuðu að ná þessum tímamótasamningi og eins gegna þær mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir. Þær fluttu báðar fín ávörp, Þorgerður Katrín kom meira að segja inn á það að kvennahreyfingin hefði unnið mikið í stofnun háskólans og að konur hefðu frá upphafi haft sama rétt og karlar til skólagöngu. Skólinn var stofnaður 1911 þannig að það er nokkuð merkilegt. Auðvitað er jafn réttur og jöfn tækifæri ekki það sama - og tækifærin voru ekki þau sömu þá en rétturinn var til staðar. Þorgerður Katrín og Kristín notuðu líka báðar tækifærið og hrósuðu hvor annarri í hástert fyrir gott samstarf. Það var ánægjulegt að fylgjast með því.
Jón Sigurðsson og Tryggvi Þór Herbertsson voru vottar að samningnum svo þeir sátu við háborðið líka. Þar var einnig formaður stúdentaráðs, held hann heitir Sigurður Freyr. Það var athyglisvert að sjá að eftir undirritunina tókust allir í hendurnar - konurnar kysstust og þær kysstu karlana líka. Karlarnir létu sér nægja að kyssa konurnar en tóku bara í hendurnar á hvorum öðrum. Þetta er eitthvað sem mér finnst að megi alveg mega breyta - strákar mega alveg kyssa hvorn annan á kinnina. Svo er annar valmöguleiki að allir takist bara í hendur en sleppi kossaflensinu.
En bottom line - það var góð stemning í hátíðarsalnum í hádeginu!
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ekki væri verra að sjá þau öll bara kyssast á franskan máta, allt í boði Ölgerðarinnar. það væri nú skemmtilegt PR moment
Alveg get ég ímyndað mér að þig dreymi um eitt slíkt móment sjálfur með Jóni Sigurðssyni eða einhverjum öðrum merkiskarli! :)
Get ekki sagt að ég sé sammála því að Þorgerður Katrín sé til fyrirmindar í sæti sínu.
Hún hefur tekið þátt í því með sínum forverum að eyðileggja og brjóta niður allt nám á íslandi. Hækkanir gjaldskrár Háskólans, lengingar skóla ársins hjá krökkum, stöðugar breytingar á námsskrám sem skila sér í auknum útgjöldum nemenda, og ekki eins og það sé verið að upp færa í nýjar bækur, neinei bara notaðar aðrar jafngamlar, og ekki má gleyma, undirborga alla kennara svo það fáist síður hæfir kennarar, og þannig gefa einkaskólum gott forskot á sæluna.
Hún, Tómar Ingi og Björn Bjarnason eru með skaðlegri stjórnmála mönnum samtímans ef litið er til þess að þeir virðast vilja að nám sé bara fyrir þá ríku og heppnu, þetta stefnir amsk þangað.
Hún ætti að skammast sín.
Skrifa ummæli