Eitt mest aðkallandi jafnréttismál okkar tíma eru ofbeldismálin. Kynbundið ofbeldi er mjög útbreitt en Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, sem skrifaði Mastersritgerð um ástæður á bak við kynferðislegt ofbeldi, komst að ofbeldið var minna í samfélögum þar sem jafnrétti var meira.
Núna er frétt inn á RUV um auðugan kaupsýslumann í Indlandi sem misnotaði börn og gróf þau í garðinum hjá sér. Lögreglan handtók manninn fyrir nokkrum árum en sleppti honum vegna þess að hann greiddi þeim væna peningafúlgu. Það þarf vart að taka það fram að börnin komu úr fátækum fjölskyldum og lögreglan hefur árum saman hunsað fátæka foreldra týndra barna.
Aðgerðir og viðbrögð gegn kynbundnu ofbeldi eru ekki bara háð kyni heldur líka stétt. Á ráðstefnunni Frá konum til karla sem Stígamót, Bríet og Karlahópur Femínistafélagsins stóðu fyrir í 16 daga átakinu var sálfræðingur sem unnið hefur með kynferðisbrotamönnum meðal fyrirlesara. Hann vitnaði í rannsóknir sem drógu upp ákveðna mynd af hinum týpíska kynferðisbrotamanni - hinum dæmda kynferðisbrotaglæpamanni, réttara sagt. Þessar niðurstöður voru þvert á reynslu samtaka sem unnið hafa með þolendum kynferðisglæpa - þeirra reynsla er að kynferðisbrotaglæpamenn eru alls konar og af öllum stigum þjóðfélagsins. Spurningin sem vaknar þá upp er hvort það geti ekki verið að aðeins ákveðin tegund kynferðisglæpamanna séu líklegir til að hljóta dóm? Með öðrum orðum að dómskerfið sé stéttskipt að þessu leytinu til þannig að þeir sem uppfylla staðalmyndir dómara af kynferðisbrotaglæpum séu líklegri til að vera dæmdir heldur en mikilsmetandi menn í þjóðfélaginu?
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli