Óska öllum bóndum til hamingju með daginn! Nota jafnframt tækifærið og lýsi yfir frati á Rás 2 fyrir val á kynþokkafyllsta karlmanninum. Ég hef oft kvartað yfir þessu áður og vona að Rás 2 hætti sem fyrst að skemma bóndadaginn og konudaginn með þessari vitleysu.
Hvaða merkingu hefur þetta val og af hverju er ríkisfjölmiðill að standa fyrir svona kosningu? Öðrum þræðinum er þessi dagur hlaðinn rómantískum blæ þar sem gert er út á að konur geri eitthvað sætt fyrir maka sína. Ég velti fyrir mér hversu mörgum karlmönnum finnst það sætt ef konan þeirra tekur á móti þeim eftir langan vinnudag og segir að hún hafi nú mikið velt fyrir sér allan daginn hvaða karlmaður henni þætti kynþokkafyllstur og loks hefði hún komist að þeirri niðurstöðu að það væri Gísli Örn, eða hver það er sem er flavor of the day, svo hún hefði hringt í Rás 2 og kosið hann... Smelli svo á karlinn léttum kossi og rétti honum blómvönd eða súkkulaðikassa! Jamm allt blússandi í rómantík - sérstaklega þegar haft er í huga hvað það þýðir að vera kynþokkafullur. Til fullt af klúrum orðum til að lýsa því (sem ég ætla ekki að telja upp því ég er svo siðprúð... ) en orðið hefur kynferðislega merkingu. Þessi árátta að meta fólk út frá útliti, ríðileika og þess háttar smellpassar inn í klámvæðinguna, hlutgervinguna, stjörnudýrkunina... Væri ekki ráð fyrir Rás 2 að láta af þessum sið og fókusa meira á rómantíkina, ástina og virðinguna í tilefni dagsins? Ég væri sátt við það.
föstudagur, janúar 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er ekkert svo á móti þessum keppnum, en er farinn að skilja af hverju feministar eru það. Þannig að ég hef ekkert út á neitt að setja þarna. Fannst samt eitt í þessu mjög fyndið "Að vera metinn út frá ríðleikia" skemmtilega orðað (allt meint í góðu) LOL.
Já stundum er ágætt að orða merkinguna á bakvið orðin ;)
Skrifa ummæli