Það er margt að gerast í jafnréttimálum þessa dagana! Flest er gaman en ekki allt...
Á miðvikudaginn fór ég á verðlaunaafhendingu FKA. Þar voru frábærar konur heiðraðar. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs hlaut aðalverðlaunin, Guðbjörg Glóð hjá Fylgifiskum fékk hvatningarverðlaun og Guðrún Erlends fyrrverandi hæstaréttardómari hlaut þakkarverðlun. Einnig var Atorka verðlaunað fyrir að vera með konur í 4 af 5 framkvæmdastjórastöðum. Verðlaunahafarnir héldu ræður og þær voru allar dúndur femínískar, allavega hjá konunum. Samkoma hjá Femínistafélaginu hefði ekki getað leitt af sér femínískari ræður og ég varð svo happy að ég datt í það! Á miðvikudegi...
Framboð Höllu til formanns KSÍ er annað sem full ástæða er til að gleðjast sérstaklega yfir.
En svo kemur það leiðinlega - og það er mjög leiðinlegt. Iceland Express auglýsir ferðir til Amsterdam og sölupunkturinn hjá þeim er að þar sé hægt að kaupa vændiskonur og dóp. Þetta gerist ekki öllu verra. Toppar meira að segja Ölgerðina. Vændi er löglegt í Hollandi. Það hefur ekki dregið úr vændi eða mansali heldur þvert á móti og stjórnvöld þar hafa sagt að eitthvað hafi klikkað í ferlinu. Við lifum á tímum mesta þrælahalds í sögu mannkyns en talið er að 27 milljónir manna séu í þrælahaldi á okkar tímum. Stór hluti þeirra eru konur og börn - mörg hver seld til kynlífsþrælkunar. Mig bókstaflega langar til að gubba þegar ég sé fyrirtæki auglýsa ferðir fyrir karlmenn til að níðast á konum á versta hugsanlega máta. Það versta er að ég hef ekki mikla trú á að karlar landsins taki sig til og stoppi þetta. Ég á von á því að það verði konurnar sem muni leiða þessa baráttu - nú sem endranær.
föstudagur, janúar 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Oj barasta, algerlega sammála. Hvaða vanvitar eru það sem búa til auglýsingar á Íslandi í dag? Ætli þetta sé líka svona hérna í Frakklandi? Ég er ekki nógu dugleg að fylgjast með auglýsingum til að treysta mér til um að tjá mig um það. Hvert á að senda mótmælabréf?
Ég hefði haldið að svona auglýsingar hefðu frekar fælingargildi. Ef ég væri t.d. karlmaður sem ætlaði að skreppa í frí með nokkrum vinum mundi svona auglýsing kannski fæla mig frá Hollandsferð því ég mundi ekki vilja að fólk héldi að við værum að fara í einhverja vændisferð. En hvað veit ég svo sem?
Hvar var þessi auglýsing? Hún er ekki inn á vefnum hjá þeim, þetta er viðbjóður, algerlega.
kv
Hrafnhildur
Þessi texti er í einhverjum bæklingi frá þeim. Er ekki búin að skoða bæklinginn en fékk sendan til mín textann úr honum. Við erum að skoða málið - þurfum að skipuleggja aðgerðir út af þessu... Það er allavega tvennt sem er verulega siðblint. Dópið og vændið. Hefði haldið að mitt í allri umræðu um Byrgið og aukningu á fíkniefnaneyslu myndu fyrirtæki ekki vilja bendla sig við að ýta undir dópneyslu. Síðan er það vændið - þetta er bakslagið í sinni skýrustu birtingarmynd. Vona að sem flestar konur verði brjálaðar út af þessu - og held oggulítið í þá von að karlar muni gera eitthvað en tel afar litlar líkur á því ef frá er talinn karlahópur Femínistafélagsins... sem eru hér um bil þeir einu sem standa sig á vaktinni!
úff - farið framhjá mér en ég kemst heldur ekki yfir að sinna eigin lífi...
Er ekki spurning að athuga heimildir fyrir svona bloggum áður en það er farið að tjá sig um það á opinberum vettfangi. Ég myndi til dæmis vilja sjá hvar þessi auglýsing hefði birst, þannig gæti maður dáðst að heimsku auglýsingastofunnar sem dettur í hug að þetta virki. Það hljómar ekki mjög málefnalega þegar þú segir "Þessi texti er í einhverjum bæklingi frá þeim. Er ekki búin að skoða bæklinginn en fékk sendan til mín textann úr honum." Bara pæling! Alla veganna, ef þú lumar á upplýsingum, endilega settu þær hérna, eða á mbl bloggið.
Já mun pottþétt setja inn betri upplýsingar þegar ég er komin með þetta í hendurnar. Tek samt fram að ég fékk þetta ekki sent frá einhverjum heldur frá mjög áreiðanlegri konu sem er með bæklinginn í höndunum.
Skrifa ummæli