mánudagur, janúar 15, 2007

2 millur dugðu ekki fyrir þingsæti

Þá er búið að velja Framsóknarlistann fyrir NA. Góðu fréttirnar eru þær að Hjörleifur Hallgrímsson sem bauð 2 millur í skiptum fyrir 3. sætið á lista komst ekki á blað yfir 10 efstu. Hann er því ekki í framboði til alþingis :) Listinn er annars svona:

1. Valgerður Sverrisdóttir - 301 atkvæði
2. Birkir Jón Jónsson - 271 atkvæði
3. Höskuldur Þór Þórhallsson - 130 atkvæði
4. Huld Aðalbjarnardóttir - 145 atkvæði
5. Jón Björn Hákonarson - 155 atkvæði
6. Sigfús Arnar Karlsson - 118 atkvæði
7. Þórey Birna Jónsdóttir - 203 atkvæði
8. Borghildur Sverrisdóttir - 299 atkvæði
9. Anna Kolbrún Árnadóttir - 146 atkvæði
10. Ólafur Níels Eiríksson - 137 atkvæði.

Mér fannst afar merkilegt að fréttir á Stöð 2 minntust ekki orði á gengi Hjörleifs í kosningunni en áður höfðu þau fjallað um málið 2 kvöld í röð og gert því töluvert góð skil. RUV minntist ekki á málið yfir höfuð. Ég er ennþá steinhissa á þessu litla fjaðrafoki í kringum málið. Þykir það ekki saga til næsta bæjar ef gerð er tilraun til að kaupa þingsæti? Eftir á að hyggja er fréttin í þessu tilfelli þögnin!

Engin ummæli: