Í gær var grein í Mogganum sem heitir Kona til sölu? Þetta er frábær grein um auglýsingar - fjallar um JBS auglýsinguna með slagorðinu "karlar vilja ekki horfa á bera karlmenn" og myndefnið er hálfber kona, hvað annað... Þegar ég sá þessa auglýsingu var ég fljót að kippa henni út úr Fréttablaðinu og bæta henni í safnið mitt. JBS fór auðvitað beint á bannlistann. Daginn eftir spurði mamma mig hvort ég hefði séð auglýsinguna og sagði mér svo frá því að hún hefði akkúrat verið að fara að kaupa jólasokka eða naríur á pabba þegar hún sá auglýsinguna - og skipti um merki í snarhasti! Mamma alltaf flottust :)
Svo er auðvitað sérlega gaman að segja frá því að stöllurnar 3 sem skrifuðu greinina voru allar nemendur í námskeiðinu sem ég kenndi í fyrir jól :)
miðvikudagur, janúar 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Góðvinur minn hefur einmitt haldið mikið upp á JBS boxerana en þegar ég sá þessar auglýsingar þeirra tilkynnti ég honum í snarhasti að slíkur nærfatnaður yrði ekki liðinn :)
Einmitt, þetta er rétti andinn! Samþykkti vinurinn þetta ekki bara þegjandi og hljóðalaust vitandi að annað væri gargandi karlremba?
Hann gaf nú ekki nógu mikið út á þessa athugasemd mína, sagðist þó ætla að íhuga þetta alvarlega. Ég þarf greinilega að herða mig í femínísku fræðslunni svo hann sjái að sér.
Ég er búinn að halda upp á og ganga í JBS naríum í fleiri ár vegna þess að þær eru betri og þægilegri en aðrar. En auglýsendur telja greinilega ekki nóg að auglýsa gæði. Slagorð auglýsandans ætti kannski frekar að vera ,,karlar vilja bara kaupa naktar konur". Og ég verð af uppáhaldsflíkinni minni.
Skrifa ummæli